Forvitnir fumkvöðlar: Viðskiptaáætlun á mannamáli
Næsti fyrirlestur í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna Forvitnir frumkvöðlar fer fram í hádeginu 6.maí á netinu. Fyrirlestur mánaðirns ber yfirskriftina Viðskiptaáætlun á mannamáli. Farið verður yfir gerð viðskiptaáætlana og ræðum við um hvað skiptir máli og hvernig viðskiptaáætlun getur sagt sögu verkefnisins. Fyrirlesturinn hentar bæði þeim sem eru að stíga sin fyrstu skref og þeim sem vilja skerpa framsetningu sína. Farið verður yfir hvernig hægt er að nýta sér hin ýmsu tæki og tól til að hjálpa sér við að koma sér af stað.
05. maí 2025