Púkinn fer fram dagana 31. mars-11. apríl
Púkinn, barnamenningarhátíð Vestfjarða, verður haldin í þriðja sinn dagana 31. mars-11.apríl. Á hátíðinni verður fjöldi spennandi viðburða fyrir vestfirsk börn. Hryggjarstykki hátíðarinnar að þessu sinni eru valdeflandi leiklistarsmiðjur, þar sem unnið verður eftir aðferðum Theatre of the Opressed, undir handleiðslu Birgittu Birgisdóttur sem heimsækir krakka á miðstigi í grunnskólum á Vestfjörðum. Hátíðin sem áður er í góðu samstarfi við List fyrir alla og munu hinir hæfileikaríku Frach bræður fara víða með tónleikadagskrána Árstíðir.
25. mars 2025