Fara í efni

Áhersluverkefni 2019 - Visit Westfjords

Markmið 

  • Að sinna árið 2019 beinni erlendri markaðssetningu á vestfirskri ferðaþjónustu, með vinnustofum, kynningum, blaðamanna-ferðum og samfélagsmiðlum.  
  • Að markaðssetja Vestfirði með áherslu á axlartímabilin (apríl-maí og sept.-nóv)  
  • Að lengja ferðamannatímabilið og vinna gegn þeirri þróun sem er að eiga sér stað með styttri ferðalögum ferðamanna

Verkefnalýsing 
Verkefnið snýr að almennri markaðssetningu Vestfjarða sem áfangastað ferðamanna.  Verkefninu er skipt niður í fimm þætti:
1. Samfélagsmiðlar og vefur                      
2. Blaðamannaferðir 
3. FAM ferð 
4. Sýningar/vinnustofur 
5. Beinar auglýsingar  

Tengsl við Sóknaráætlun 2015-2019
Í sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 er lögð áhersla á uppbyggingu atvinnugreina sem mikilvægar eru sem ákveðið mótvægi við því einhæfa atvinnulífi sem nú er á Vestfjörðum. Þrátt fyrir að ferðaþjónusta sé ört vaxandi grein, er hún enn viðkvæm og samansett úr mjög smáum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að styðja vel við áframhaldandi vöxt atvinnugreinarinnar ef hún á að koma inn sem sterk stoð í vestfirskt atvinnulíf. 

Lokaafurð
Heilsteypt markaðsvinna fyrir Markaðsstofu Vestfjarða sem horfir til þeirra áhersluþátta sem settir hafa verið t.d með tilliti til lengingar ferðamannatímabilsins og dreifingar ferðamanna innan svæðisins. 

Framkvæmdaraðili 
Vestfjarðastofa 
Verkefnastjóri - Díana Jóhannsdóttir
Tímarammi - janúar - desember 2019
Framlag úr Sóknaráætlun 2019 - Kr. 7.200.000-

Núverandi staða verkefnis 

Síðu Visit Westfjords má finna hér