Endurskoðun áfangastaðaáætlunar – opið fyrir athugasemdir
Nú er unnið að uppfærslu aðgerðaáætlunar Áfangastaðaáætlunar Vestfjarða og er fólk hvatt til að senda inn athugasemdir.
27. júní 2023
Í Áfangastaðaáætlun Vestfjarða er staða ferðaþjónustunnar skoðuð og sett fram framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlanir.
Markmið Áfangastaðaáætlunar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem skilar sem mestu til samfélagsins um leið og mögulegum neikvæðum áhrifum er haldið í lágmarki. Áætlunin tekur tillit til gesta, íbúa, fyrirtækja og umhverfis og reynir að skapa jafnvægi. Hún auðveldar íbúum að hafa áhrif á hvernig ferðaþjónustan þróast og hvaða skref skuli taka. Þannig eru meiri líkur á að uppbyggingin hafi jákvæð áhrif á efnahag og samfélag.