70. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti haldið 16. og 17. september 2025 í Félagsheimilinu Hnífsdal, Ísafjarðarbæ
Í upphafi þingsins flutti Gylfi Ólafsson, formaður stjórnar Fjórðungssambandsins ávarp um helstu málefni landshlutans og brýningu til stjórnvalda í þeim efnum. Eins fluttu ávarp Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og Arna Lára Jónsdóttir fyrir hönd þingmanna Norðvestur kjördæmis og tóku við fyrirspurnum þingfulltrúa, í umræðunni tók einnig þátt María Rut Kristinsdóttir, þingmaður. Á dagskrá þingsins voru tvö meginviðfangsefni auk umfjöllunar og afgreiðslu ályktana þingsins og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2026.
Fyrra viðfangsefnið voru kynning á umsagna við vinnslutilllögu og hvernig unnið yrði með efni þeirra til mótunar auglýsingartillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050 á grunni umsagna um vinnslutillögu. Alls bárust 15 umsagnir með 78 atriðum, hér höfðu framsögu Lilja Magnúsdóttir, formaður Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða og Herdís Sigurgrímsdóttir, sérfræðingur VSÓ ráðgjöf.
Síðan kynnti Smári Ólafsson, sviðsstjóri VSÓ ráðgjöf, efni minnisblaðs sem VSÓ ráðgjöf hefur unnið að fyrir Innviðanefnd Fjórðungssambandsins sem þáttur að gerð Innviðaáætlunar Vestfjarða og er ætlað að svara markmiðum svæðisskipulags. Í kynningu Smára voru kynntar forsendur mælikvarða að baki greiningar um forgangsröðun samgönguverkefna á Vestfjörðum og kynnt dæmi um hvernig forgangsröðun geti litið út miðað við gefnar forsendur og vægi mælikvarða. Efni minnisblaðsins skapaði miklar umræður, en efni þess verður nú tekið til umfjöllunar á vettvangi svæðisskipulagssins og sveitarfélaga, en samspil stöðu og uppbyggingu samgönguinnviða er einn lykilþátta að markmið svæðisskipulagsins rætist.
Seinna viðfangsefnið fjallaði um Samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum, þar höfðu framsögu Erna Lea Bergsteinsdóttir, verkefnastjóri Vestfjarðastofu og fjallaði hún um stofnun Farsældarráðs Vestfjarða, hún kynnti stöðu ungmenna á Vestfjörðum í samanburði við aðrar landshluta og lýsti því hvernig meginhluti í starfsemi og fjármagni sveitarfélaga varðar farsældarmál. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri Ísafjarðarbæjar kynnti starfsemi Velferðarþjónustu Vestfjarða en Ísafjarðarbær á grundvelli samnings er leiðandi sveitarfélag á Vestfjörðum í málefnum fatlaðs fólks og í barnaverndarmálum og þær áskoranir sem varða þessa málaflokka. Móttökuferlar fyrir erlenda íbúa – inngilding voru umfjöllunarefni Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá KPMG fór yfir samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum og mögulega þróun í því samstarfi með hliðsjón af umboði frá íbúum, stjórnsýslu mála og mögulegar sameiningar sveitarfélaga. Að lokum kynnti Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu á samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum sem Vestfjarðastofa vinnur að.
Endanleg þinggerð kemur inn síðar hér á vefinn.
Gögn og þingskjöl
- Boðun sveitarfélaga
- umboð til framsals atkvæðaréttar
- Listi yfir fyrri Fjórðungsþing
- Fulltrúar Fjórðungsþing 2025
- Þingskjal 1, Dagskrá, uppfærð
- Þingskjal 2, Atkvæðavægi
- Þingskjal 3, Samþykktir og þingsköp
- Þingskjal 5a, Tillaga um laun stjórnar og nefnda
- Þingskjal 5b, Tillaga að árstillagi
- Þingskjal 5c, Tillaga um fjárhagsáætlun 2026
- Þingskjal 5d, Tillaga um fjárhagsáætlun til þriggja ára
- Þingskjal 5e, Greinagerð fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun
- Þingskjal 6, Tillaga um breytingu samþykkta Fjórðungssambands (atkvæðavægi)
- Þingskjal 7, Tillaga að ályktun stjórnar, Vestfirðir áfram gullkista
- Þingskjal 8, Tillaga að ályktun um forgangsröðun samgönguverkefna á Vestfjörðum
- Þingskjal 9, Tillaga að ályktun um vetrarþjónstu Vegagerðarinnar í Strandabyggð
- Þingskjal 10, Tillaga að ályktun um stöðu fjarskiptamála á Vestfjörðum
- Þingskjal 11, Tillaga að ályktun um Strandabyggð sem þjónstumiðstöð Stranda og við Djúp
- þingskjal 12, Tillaga að ályktun um aukið samstarf í fræðslumálum á Vestfjörðum
- Þingskjal 13, Tillaga að ályktun um kræklingarækt
- Þingskjal 14, Tillaga að ályktun um setningu laga um lagareldi
- Þingskjal 15, Tillaga að ályktun um byggðakvóta
- Þingskjal 16, Tillaga að ályktun um innviðagjöld
- Þingskjal 17, Tillaga að ályktun um fyrirhugaðar breytingar á eftirliti með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum
Ályktanir
Þingskjal 18, Ályktun stjórnar, Vestfirðir áfram gullkista
Þingskjal 19, Ályktun um forgangsröðun samgönguverkefna á Vestfjörðum
Þingskjal 20, Ályktun um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í Strandabyggð
Þingskjal 21, Ályktun um stöðu fjarskiptamála á Vestfjörðum
Þingskjal 22, áður 11, tillaga að ályktun felld
Þingskjal 23, Ályktun um aukið samstarf í fræðuslumálum á Vestfjörðum
Þingskjal 24, Ályktun um kræklingarækt
Þingskjal 25, Ályktun um setningu laga um lagareldi
Þingskjal 26, Ályktun um byggðakvóta
Þingskjal 27, Ályktun um innviðagjöld
Þingskjal 28, Ályktun um fyrirhugaðar breytingar á eftirliti með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvæla
Þingskjal 29, Ályktun um breytingar samþykkta FV - atkvæðavægi
Þingskjal 30a, Laun stjórnar og nefndar FV 2025-2026
Þingskjal 30b, Árstillag sveitarfélaga 2026 til FV
Þingskjal 30c, Fjárhagsáætlun FV 2026
Þingskjal 30d, Þriggja ára fjárhagsáætlun FV
Þingskjal 30e, Greinagerð tillögu fjárhagsáætlun 2026 og 3 ára áætlun