Fara í efni

Visit Westfjords

Visit Westfjords
Markaðsstofa Vestfjarða er deild innan Vestfjarðastofu sem sinnir málum ferðaþjónustu á Vestfjörðum, jafnt stefnumótun, innviðamálum sem og markaðssetningu Vestfjarða sem áfangastaðar ferðamanna. 

Eitt helsta verkefni Markaðsstofu Vestfjarða er markaðssetning svæðisins til erlendra ferðamanna og er það gert undir merkjum Visit Westfjords. Markaðsstofa Vestfjarða annast útgáfu kynningarefnis um svæðið, bæklinga og korta, en heldur jafnframt úti vefsíðunni www.westfjords.is og samfélagsmiðlum. 
Markaðsstofa Vestfjarða heldur utan um blaðamannaferðir á svæðinu og tekur þátt í ferðasýningum þar sem horft er til lykilmarkaða og markhópa vestfirskrar ferðaþjónustu. 

Jafnframt sinnir Markaðsstofa Vestfjarða verkefni ferðamannaleiðarinnar Vestfjarðaleiðin. 

Hægt er að óska eftir skráningu í Markaðsstofu Vestfjarða hér.

Starfsmaður verkefnis

Sölvi Guðmundsson
Teymisstjóri - Markaður og menning

Tengdar fréttir