Sögur lifa með gestum
Fundurinn „Sögur og sagnalist sem markaðstól í ferðaþjónustu“ var haldinn mánudaginn 28. apríl á Vestfjarðastofu. Fundurinn var haldinn í samstarfi Markaðsstofu Vestfjarða, Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Meginmarkmið fundarins var að ræða hvernig sagnalist og samfélagsmiðlar, myndir og móttaka gesta geta verið lykilatriði í að skapa áhrifaríkar upplifanir gesta af áfangastöðum.
30. apríl 2025