![Græn skref](/static/extras/images/.l/20150728-dsc0781635.jpg)
Græn skref sveitarfélaganna er fjögurra skrefa umhverfisverkefni sem með einföldum og skipulögðum hætti auðveldar innleiðingu umhverfisvænna aðgerða. Grænu skrefin byggjast á aðgerðum er snerta sex rekstrarþætti sem hafa áhrif á umhverfið og snýst það um að efla vistvænan rekstur í starfsemi sveitarfélaganna ásamt því að skapa fordæmi í því að minnka umhverfisáhrif með kerfisbundnum hætti. Árlega er óháður úttekaraðili fenginn til að taka út framvindu þeirra stofnanna sem taka þátt í verkefninu. Upplýsingar tengd verkefninu eru hér.
Öll sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt að taka þátt í verkefninu og eiga því stofnanir þeirra að skrá sig í verkefnið og taka þátt.
Til að byrja verkefnið þarf að hlaða niður skjalinu Gátlisti Grænna skrefa.
Hægt er að skrá sig í verkefnið hér.
Starfsmaður verkefnis
![Hjörleifur Finnsson](/static/extras/images/.emp/20230809-_dsc6769-09191.jpg)