Fara í efni

Vetrarferðaþjónusta

Vetrarferðaþjónusta

Þróun vetrarferðaþjónustu á Vestfjörðum

Vestfjarðastofa vinnur að sérstöku verkefni um þróun vetrarferðaþjónustu á Vestfjörðum sem miðar að því að lengja ferðamannatímabilið á svæðinu og draga úr árstíðasveiflum í ferðaþjónustu. Verkefnið byggir á samstarfi við sveitarfélög og ferðaþjónustufyrirtæki og styður við stefnu stjórnvalda um jafna dreifingu ferðamanna um landið og árið.

Verkefnið er hluti af þriggja ára verkáætlun þar sem fyrsta árið er varið í þróunarvinnu og greiningu á tækifærum í vetrarferðaþjónustu á svæðinu, á meðan næstu tvö ár munu beinast að markaðssetningu og kynningu á vetrarferðum. Með auknu aðgengi að svæðinu og fjölbreyttri náttúru og upplifunum er markmiðið að skapa grunn fyrir sjálfbæra vetrarferðaþjónustu til framtíðar á Vestfjörðum.


Nú erum við að kalla eftir skráningu á öllum þeim vetrarferðum og vetrarupplifunum sem eru nú þegar í boði á Vestfjarðaleiðnni
jafnt sem þeim vetrarvörum sem ferðaþjónar eru tilbúnir til að skuldbinda sig til að bjóða upp á.

Við munum:

  • Safna upplýsingum frá ferðaþjónustuaðilum um þá þjónustu og vörur sem eru í boði yfir veturinn, þar á meðal gistingu,
    afþreyingu og leiðsögn.
  • Kalla vestfirskar ferðaskrifstofur til samstarfs um að vinna með þessar upplýsingar og móta ferðapakka þar sem það á við. Ferðaskrifstofurnar hafa heimild og getu til að taka að sér ábyrgð á pökkum og sinna sölu þeirra.
  • Setja saman markaðsefni yfir veturinn þar sem þær vörur sem skilað er inn fá sýnileika. Markaðsefnið verður unnið með ferðaþjónum sem eru tilbúnir til samstarfs og bjóða upp á vörur að vetrarlagi.

Við hvetjum alla ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum til að senda inn upplýsingar um sína vetrarvöru, hvort sem um er að ræða
gistingu, afþreyingu, leiðsögn eða aðra þjónustu sem er í boði.
Það er ekki skilyrði að varan sé hluti af ferðapakka, en með því að senda inn upplýsingar skapast tækifæri til að tengja þjónustu
við ferðaskrifstofur og nýta sameiginlegt markaðsátak fyrir svæðið yfir veturinn. 

Hér er hægt að nálgast eyðublað til að skrá inn vetrarvörur

Vinsamlegast skilið inn vörum fyrir 30. september 2025

Starfsmaður verkefnis

Sölvi Guðmundsson
Teymisstjóri - Markaður og menning