Fara í efni

Fréttabréf októbermánaðar komið út

Fréttir

Fréttabréf Vestfjarðastofu fyrir októbermánuð er komið út. Þar er að finna pistla frá framkvæmdastjóra og formanni stjórnar auk frétta af fjölbreyttum verkefnum mánaðarins.

Í þessu fréttabréfi má meðal annars lesa um nýskipað ungmennaráð Vestfjarða, starfsmannaferð Vestfjarðastofu, fund í svæðisskipulagsnefnd og starfsemi í verkefnum Brothættra byggða í fjórðungnum. Einnig eru þar nýjustu fréttir frá Markaðsstofu Vestfjarða og ýmislegt fleira sem tengist starfi og verkefnum stofunnar.

Endilega kíkið á fréttabréfið hér.

Fréttabréf Vestfjarðastofu kemur út um hver mánaðamót að sumarfríi undanskildu. Viljir þú skrá þig á póstlista fyrir móttöku fréttabréfsins getur þú gert það hér.