Fara í efni

Ungmennaráð Vestfjarða

Ungmennaráð Vestfjarða

Ungmennaráð Vestfjarða starfar sem ráðgefandi nefnd fyrir stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Ráðið er kjörið til eins árs í senn. Á árlegu ungmennaþingi að hausti er kjörinn einn aðalmaður og einn varamaður úr hverju sveitarfélagi á Vestfjörðum þar sem ungmenni eru búsett. Kjörgeng eru þau sem verða 13-18 ára á árinu sem þingið fer fram og eiga lögheimili á Vestfjörðum.

Ungmennaráð fundar að lágmarki þrisvar sinnum á ári og hittist þar af á einum staðfundi. Ungmennaþing eru haldin árlega, ungmennaráð ákvarðar þema þingsins.

Ungmennaráð 2025-2026
Formaður: Hildur Ása Gísladóttir, Vesturbyggð
Varaformaður: Alberta Kristín Jósdóttir, Bolungarvíkurkaupstaður
Ritari: Þórgunnur Ríta Gústafsdóttir, Reykhólahreppur
Upplýsingafulltrúi: Una Margrét Halldórsdóttir, Ísafjarðarbær
Þórgunnur Ríta Gústafsdóttir, Reykhólahreppur
Kristvin Guðni Unnsteinsson, Strandabyggð
Rafael Filipe da Silva Rosa, Súðavíkurhreppur

Varamenn:
Andrés Páll Ásgeirsson, Vestubyggð
Katla Guðrún Kristinsdóttir, Bolungarvíkurkaupstaðut
Elna Kristín Líf Karlsdóttir, Ísafjarðarbær
Kormákur Elí Daníelsson, Strandabyggð

Ungmennaþing Vestfjarða

Ungmennaþing er haldið árlega að hausti til og ákvarðar ungmennaráð þema þingsins.

Markmið þingsins er að gefa ungmennum frá Vestfjörðum tækifæri til að kynnast hvort öðru, fræðast um samfélagið og valdefla þau til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif. Þinginu lýkur með kjöri í Ungmennaráð Vestfjarða, sem starfar sem ráðgefandi nefnd fyrir stjórn Fjórðungssamband Vestfirðinga.

Erindi til ungmennaráðs má senda á netfangið ungmennaradvestfjarda@vestfirdir.is .


Tengdar fréttir