Fara í efni

Kynning á verkefnisáætlun í Jú víst! Kraftur í Kaldrana

Fréttir

Íbúafundur verður haldinn í byggðaþróunarverkefninu Jú víst! Kraftur í Kaldrana þriðjudaginn 11. nóv. nk. kl. 17:00-19:00 í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Kynnt verða drög að nýrri verkefnisáætlun. Fundargestum mun gefast tækifæri til að rýna drögin og ræða um þau í hópum og koma með athugasemdir og/eða viðbætur eftir atvikum. Þegar verkefnisáætlun hefur verið afgreidd og samþykkt af íbúum mun verkefnið færast yfir í framkvæmdaáfanga. Í kjölfarið verður opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Jú víst! Kraftur í Kaldrana til hvers kyns frumkvæðisverkefna.

Gera má ráð fyrir að úthlutað verði úr sjóðnum í fyrsta skipti á fyrri hluta árs 2026 en að opnað verði fyrir umsóknir á þessu ári.