Menningarveisla hjá vestfirskum börnum
Barnamenningarhátíðin Púkinn hófst þann 31. mars og hefur mikið verið um að vera í menningarlífi vestfirskra barna á meðan á hátíðinni stendur. Púkinn hefur ávallt verið í góðu samstarfi við List fyrir alla sem um árabil hefur komið með skemmtilega listviðburði til barna á Vestfjörðum. Að þessu sinni koma þau á Púkann með verkefnið Árstíðir. Þar fara hinir einstaklega hæfileikaríku Frach-bræður frá Ísafirði um með tónlistardagskrá fyrir mismunandi stig grunnskólanema. Maksymilian Haraldur Frach, Mikolaj Ólafur Frach og Nikodem Júlíus Frach eru tónlistarmenn í heimsklassa og fórst þeim einstaklega vel úr hendi að kynna þessa stórkostlegu klassík Vivaldis fyrir börnunum.
10. apríl 2025