Gullkistan Vestfirðir viðfangsefni sóknarhóps
Mánudaginn 17. mars verður vinnufundur hjá Sóknarhópi Vestfjarða. Fundurinn fer fram í húsakynnum Vestfjarðastofu á Ísafirði og mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ávarpa fundinn og taka spjall um atvinnulíf á Vestfjörðum við fundargesti í sameiginlegum hádegisverði fyrir fundinn. Auk hennar verður María Rut Kristinsdóttir þingmaður NV kjördæmis á fundinum og tekur þátt í spjallinu. Hádegisverðurinn hefst kl.12 og inniheldur ljúffenga súpu frá Tjöruhúsinu. Vinnufundurinn hefst kl.13. Nauðsynlegt er að skrá sig.
11. mars 2025