Fundur um vestfirska efnahagsævintýrið í Skjaldborg
Innviðafélag Vestfjarða boðar í dag til fundar um efnahagsævintýrið á Vestfjörðum. Fundurinn verður haldinn í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði og hefst hann kl. 17.
Soffía Eydís Björgvinsdóttir hjá KPMG kynnir þar niðurstöður á greiningu á skatta- og samfélagsspori Vestfjarða sem unnin hefur verið fyrir Innviðafélag Vestfjarða.
Einnig mun Hjörtur Methúsalemsson hjá Arnarlaxi, fjalla um framtíðarsýn fiskeldis á Vestfjörðum til 2035.
26. nóvember 2024