Fara í efni

Styrkir

Hér eru nokkrar slóðir á ýmsa styrktarsjóði.

Vestfjarðastofa veitir aðstoð við gerð umsókna um styrki og hægt er að hafa samband við ráðgjafa hér.

Innlendir sjóðir 

Barnamenningarsjóður
Umsóknarfrestur: fyrri hluti árs.
Styrkir verkefni á sviði barnamenningar. Fjölbreytt verkefni og starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Tónlistarmiðstöð/Tónlistarsjóður
Umsóknarfrestur: nóvember og maí.
Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra hér á landi sem erlendis. 

Bókmenntasjóður/Miðstöð íslenskra bókmennta
Umsóknarfrestur: upplýsingar er að finna á heimasíðu.
Veitir m.a. styrki til eftirfarandi atriða: Útgáfustyrki, þýðingar á íslensku, nýræktarstyrki, þýðingar á erlend mál, kynningarþýðingar, ferðastyrki höfunda, norrænar þýðingar og dvalarstyrki þýðenda.

Safnasjóður
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Hlutverk og tilgangur safnasjóðs er að efla starfsemi safna með styrkjum. Styrkir starfsemi safna um allt land.

Styrkir til atvinnuleikhópa
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Leiklistarráð auglýsir árlega eftir umsóknum um styrki til atvinnuleikhópa.

Æskulýðssjóður
Umsóknarfrestur: febrúar, apríl, september og nóvember
Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Kvikmyndasjóður
Umsóknarfrestur: allt árið.
Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru einungis veittir íslenskum framleiðslufyrirtækjum og einstaklingum sem hafa kvikmyndagerð að meginstarfi.

Samfélagssjóður Landsbankans
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári.
Styrkir m.a. menningarstarfsemi.

Samfélagssjóður Landsvirkjunar
Umsóknarfrestur: febrúar, maí, ágúst og nóvember.
Sjóðurinn styrkir verkefni á sviði lista-, góðgerða-, menningar-, íþrótta og menntamála.

Kraumur tónlistarsjóður
Umsóknarfrestur: tekið er á móti umsóknum allt árið um kring.
Tónlistarmenn og hljómsveitir úr öllum geirum tónlistar eru hvattir til að sækja um fyrir sín verkefni. Umsóknarferlið er einnig opið fyrir viðburði, námskeið og fræðsluverkefni.

Atvinnumál kvenna
Umsóknarfrestur: í upphafi hvers árs.
Veitir styrki til verkefna og fyrirtækja sem konur reka.

Svanni
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Lánatryggingarsjóður kvenna. Styður við konur til nýsköpunar í atvinnulífi.

Nýsköpunarsjóður námsmanna.
Tilgangur að gefa rannsóknarstofnunum, háskólum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í sumarvinnu.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Fjárfestir í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.

Myndlistasjóður
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári.
Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna.

EFLA
Umsóknarfrestur: maí og nóvember.
EFLA styður uppbyggjandi og jákvæð verkefni í samfélaginu, svo sem góðgerðarmál, menningarmál, æskulýðsmál, umhverfismál, menntamál og nýsköpun.

Hönnunarsjóður
Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf.

Hagþenkir
Félag höfunda fræðirita og kennslugangna.
Veitir ýmsa styrki á þessu sviði.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi.

  •  

Norrænir sjóðir/ Samstarfssjóðir 

Norræni menningarsjóðurinn
Umsóknarfrestur: febrúar, apríl, september og október.
Samstarf á milli a.m.k. þriggja Norðurlanda – tekur til menningarstarfs í almennum skilningi.

Norræna menningargáttin (kulturkontakt nord)
Umsóknarfrestur: Öll umsóknartímabil.
Áætlunin veitir styrki til fagfólks og áhugafólks. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem koma að menningarstarfsemi og listamönnum, menningar- og listastofnunum og félagasamtökum sem starfa á sviði menningar og lista.
Styrkir til dvalarsetra.
Ferðastyrkir.
Tengslanetstyrkir til styttri tíma.
Tengslanetstyrkir til lengri tíma.

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn
Umsóknarfrestur: fyrri hluta árs.
Samstarf á breiðum grundvelli, einkum menningarmála (mest ferðastyrkir).

Clara Lachmanns sjóðurinn
Umsóknarfrestur: febrúar og september.
Styrkir til skipulagningar á norrænum ráðstefnum og málþingum, gestaheimsóknir, prentanir og þýðingar.

Dansk-íslenski menningarsjóðurinn
Umsóknarfrestur: apríl og október.
Að efla samstarf milli Danmerkur og Íslands.

Dansk-islandsk fond (sáttmálasjóðurinn)
Umsóknarfrestur: apríl og október.
Að auka tengsl Íslands og Danmerkur með styrkjum til rannsóknarverkefna og til háskólanemenda.

Grænlandssjóður
Stuðlar að nánari samskiptum Íslands og Grænlands. Styrkir til námsferða, listasýninga, kynnisferða og fl.

Nordplus
Umsóknarfrestur: fyrri hluti árs.
Margvíslegir styrkir sem stuðla að eflingu norræns samfélags og samvinnu – skiptist í marga undirþætti.

NATA North Atlantic Tourisim Association
Umsóknarfrestur: sjá heimasíðu
Samstarf milli Íslands, Færeyja og Grænlands.
Ferðastyrkir milli landanna þriggja, með áherslu á ferðaþjónustu.

Nora
NORA veitir styrki til samstarfsverkefna þar sem þátttakendur eru frá að minnsta kosti tveimur af NORA-löndunum fjórum (Grænlandi, Íslandi, Færeyjum eða strandsvæðum Noregs).

Athygli skal vakin á því að listinn er ekki tæmandi skrá yfir alla styrki sem eru í boði.


Gagnlegar upplýsingarsíður.

Skapa.is

RANNÍS  Rannsóknasjóður Íslands

Norræna ráðherranefndin 

 

Það má gjarnan senda ábendingar um fleiri sjóði sem eru opnir til umsóknar til Skúla Gautasonar, menningarfulltrúa

 

 

Skráning viðburða á Vestfjörðum

Hér er hlekkur til að skrá inn viðburði á dagatal sem er m.a. mikið skoðað af ferðamönnum.