Fara í efni

Styrkir

Hér eru nokkrar slóðir á ýmsa styrktarsjóði.

Vestfjarðastofa veitir aðstoð við gerð umsókna um styrki og hægt er að hafa samband við ráðgjafa hér.

Svæðisbundnir sjóðir

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða
Umsóknarfrestur: einu sinni á ári.
Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða veitir styrki til menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Vestfjörðum og veita stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana á Vestfjörðum.  

Ísafjarðarbær: Menningarmálastyrkir 
Umsóknarfrestur: einu sinni á ári.
Markmið með menningarstyrkjum er að styðja við sjálfsprottið starf og starfsemi á sviði menningarmála, auðga menningarlíf og lífsgæði bæjarbúa og stuðla að ýmsum viðburðum, skemmtunum og menningarstarfsemi í sveitarfélaginu. 

Bolungarvíkurkaupstaður: Menningar- og ferðamálastyrkir 
Umsóknarfrestur:er fjórum sinnum á ári. 1.febrúar, 1.maí, 1.september og 1.desember. 
Tilgangur styrkjanna er að efla menningu og ferðaþjónustu í Bolungarvík. 

Vesturbyggð: Menningar- og ferðamálastyrkur 
Umsóknarfrestur: er fjórum sinnum á ári. 1.febrúar, 1.maí, 1.september og 1.desember
Mark­mið styrkjanna er að stuðla að öflugu menn­ing­ar­lífi í samvinnu við einka­aðila, félaga­samtök og opin­berar stofn­anir.

Hafsjór af hugmyndum
Umsóknarfrestur einu sinni á ári, seinni hluta árs.
Styrkir til háskólanema á vegum sjávarútvegsklasa Vestfjarða. 

Innlendir sjóðir 

Menning og listir

Tónlistarmiðstöð/Tónlistarsjóður
Umsóknarfrestur: nóvember og maí.
Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra hér á landi sem erlendis. 

Barnamenningarsjóður
Umsóknarfrestur: fyrri hluti árs.
Styrkir verkefni á sviði barnamenningar. Fjölbreytt verkefni og starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Sviðslistasjóður
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Alþingi veitir árlega fé í fjárlögum til stuðnings sviðslistasjóði með það að markmiði að efla sviðslistir og búa þeim hagstæð skilyrði.

Kvikmyndasjóður
Umsóknarfrestur: allt árið.
Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru einungis veittir íslenskum framleiðslufyrirtækjum og einstaklingum sem hafa kvikmyndagerð að meginstarfi.

Myndlistasjóður
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári.
Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna.

Myndhöfundasjóður Íslands
Umsóknarfrestur: Ágúst.
Höfundasjóður Myndstefs veitir árlega fé til félagsmanna (þar með talið erfingja höfundaréttar) og annars sjónlistarfólks að undangengnu umsóknarferli.  

Norskt-íslenskt menningarstarf
Umsóknarfrestur: Desember
Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi Noregs og Íslands. Bæði norskir og íslenskir listamenn, þeir sem starfa að menningarmálum, menningarstofnanir og samtök geta sótt um styrk. 

Hönnunarsjóður
Umsóknarfrestur: Úthlutað er tvisvar á ári.
Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf.

Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar
Umsóknarfrestur: 1.september(úthlutað er úr sjóðnum á tveggja ára fresti).
Gjöf Jóns Sigurðssonar veitir viðurkenningar fyrir rit sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum.

Fræðastarf og rannsóknir 

Fornminjasjóður
Umsóknarfrestur: Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu.
Hlutverk fornminjasjóðs er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornminjum. 

Bókmenntasjóður/Miðstöð íslenskra bókmennta
Umsóknarfrestur: upplýsingar er að finna á heimasíðu.
Veitir m.a. styrki til eftirfarandi atriða: Útgáfustyrki, þýðingar á íslensku, nýræktarstyrki, þýðingar á erlend mál, kynningarþýðingar, ferðastyrki höfunda, norrænar þýðingar og dvalarstyrki þýðenda.

Safnasjóður
Umsóknarfrestur: seinni hluti árs.
Hlutverk og tilgangur safnasjóðs er að efla starfsemi safna með styrkjum. Styrkir starfsemi safna um allt land. 

Nýsköpunarsjóður námsmanna.
Umsóknarfrestur: einu sinni ári í upphafi árs.
Tilgangur að gefa rannsóknarstofnunum, háskólum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í sumarvinnu.

Hagþenkir
Félag höfunda fræðirita og kennslugagna.
Veitir ýmsa styrki á þessu sviði.

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna
Umsóknarfrestur: fyrri hluta árs.
Meginhlutverk sjóðsins er að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein.

Umhverfissjóður sjókvíaeldis
Umsóknarfrestur: upplýsingar er að finna á heimasíðu.
Hlutverk sjóðsins er að greiða kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats og vöktunar.

Nýsköpun og framleiðsla

Lóa - Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina 
Umsóknarfrestur:er fyrri hluta árs.
Auka við nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum.

Atvinnumál kvenna
Umsóknarfrestur: í upphafi hvers árs.
Styrkir til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir. 

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Fjárfestir í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.

Svanni
Umsóknarfrestur: fyrri hluti árs.
Lánatryggingarsjóður kvenna. Styður við konur til nýsköpunar í atvinnulífi.

Matvælasjóður
Umsóknarfrestur: Upplýsingar er að finna inn á heimsíðunni.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. 

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka
Umsóknarfrestur: Að hausti ár hvert.
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hefur valið að leggja sérstaka áherslu á: menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og aðgerðir í loftlagsmálum.

Umhverfi og samfélag

Æskulýðssjóður
Umsóknarfrestur: 15.febrúar og 15.október ár hvert. 
Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Samfélagssjóður Landsbankans
Umsóknarfrestur: sjá frekari upplýsingar á heimasíðu. 
Samfélagsstyrkir, Sjálfbærnistyrkir, Námsstyrkir og Almennir styrkir. 

Samfélagssjóður Landsvirkjunar
Umsóknarfrestur: 31.mars, 31.júlí og 30.nóvember.
Sjóðurinn styrkir verkefni á sviði umhverfis-, náttúru- og auðlindamála. Listir, menningu og menntun. Forvarnir- og æskulýðsstarf. Heilsu og hreyfingu. 

Samfélagssjóður BYKO 
Umsóknarfrestur: að vori og að hausti. 
Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni sem best samræmast mismunandi áherslum að hverju sinni. 

EFLA
Umsóknarfrestur: tvisvar á ári. Að vori og hausti.
EFLA veitir styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi.

Fiskeldissjóður 
Umsóknarfrestur: byrjun árs. 
Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Sjóðstjórn starfar eftir starfsreglum sjóðsins.

 

Norrænir sjóðir/ Samstarfssjóðir 

Norræni menningarsjóðurinn
Umsóknarfrestur: febrúar, apríl, september og október.
Samstarf á milli a.m.k. þriggja Norðurlanda – tekur til menningarstarfs í almennum skilningi.

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn
Umsóknarfrestur: fyrri hluta árs.
Samstarf á breiðum grundvelli, einkum menningarmála (mest ferðastyrkir).

Clara Lachmanns sjóðurinn
Umsóknarfrestur: febrúar og september.
Markmið sjóðsins er að ýta undir samheldni Norðurlandanna. Styrkir til skipulagningar á norrænum ráðstefnum og málþingum, gestaheimsóknir, prentanir og þýðingar.

Dansk-íslenski menningarsjóðurinn
Umsóknarfrestur: apríl og október.
Að efla samstarf milli Danmerkur og Íslands.

Grænlandssjóður
Stuðlar að nánari samskiptum Íslands og Grænlands. Styrkir til námsferða, listasýninga, kynnisferða og fl.

Nordplus
Umsóknarfrestur: fyrri hluti árs.
Margvíslegir styrkir sem stuðla að eflingu norræns samfélags og samvinnu – skiptist í marga undirþætti.

NATA North Atlantic Tourisim Association
Umsóknarfrestur: sjá heimasíðu
Samstarf milli Íslands, Færeyja og Grænlands.
Ferðastyrkir milli landanna þriggja, með áherslu á ferðaþjónustu.

Nora
NORA veitir styrki til samstarfsverkefna þar sem þátttakendur eru frá að minnsta kosti tveimur af NORA-löndunum fjórum (Grænlandi, Íslandi, Færeyjum eða strandsvæðum Noregs).

Uppbyggingarsjóður EES 
Umsóknarfrestur: frekari upplýsingar á heimasíðu. 
Ýmsir styrkir

Athygli skal vakin á því að listinn er ekki tæmandi skrá yfir alla styrki sem eru í boði.


Gagnlegar upplýsingarsíður.

Skapa.is

RANNÍS  Rannsóknasjóður Íslands

Norrænt samstarf

 

Það má gjarnan senda ábendingar um fleiri sjóði sem eru opnir til umsóknar til Skúla Gautasonar, menningarfulltrúa

Skráning viðburða á Vestfjörðum

Hér er hlekkur til að skrá inn viðburði á dagatal sem er m.a. mikið skoðað af ferðamönnum.