Fara í efni

Westfjords Food

Westfjords Food
Westfjords Food er verkefni sem er unnið með matvælaframleiðendum á Vestfjörðum til að skapa vettvang fyrir framleiðendur til að kynna vörur sínar og um leið sérstöðu Vestfjarða.

Matur og matarupplifun verður sífellt mikilvægari þáttur í upplifun ferðamanna á Íslandi og byggir verkefnið m.a. á þessum vaxandi áhuga fólks á því að vita um uppruna matvæla og að kynnast staðbundnum mat og matarvenjum. Markmiðið er að nýta matarauð Vestfjarða sem sóknarfæri, draga fram sérkenni og sérstöðu vestfirskra matvæla og hefðar og byggja upp sterka gæðaímynd um mat á Vestfjörðum. Vinnan miðar að því að tengja saman aðila innan ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og verslana á svæðinu með það að markmiði að skapa heildstæða upplifun fyrir ferðamenn þar sem saman fléttast matur menning og afþreying. 

Markaðsetning og sýnileiki

Haustið 2020 hóf Vestfjarðastofa vinnu að verkefni með smáframleiðendum sem miðar að því að bæta markaðsstöðu og auka sýnileika vestfirskra matvæla. Þátttakendur fá til sín ljósmyndara og aðstoð við að skrifa sögu sína og framleiðslunnar til þess að nýta til markaðsetningar á samfélagsmiðlum.  Verkefnið er í fullum gangi og afraksturinn verður sýnilegur á samfélagsmiðlum framleiðenda og Vestfjarðstofu á vordögum 2021

Framundan

Vestfjarðastofa, í samstarfi við Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistara, mun bjóða upp á ráðgjöf fyrir veitinga- og kaffihús á Vestfjörðum. Verkefnið er í tengslum við  Vestfjarðaleiðina og gengur út á að efla veitingastaði á svæðinu. Áhersla verður lögð á að aðstoða þátttakendur við að finna og vinna með sína sérstöðu og leita lausna við áskorunum hvers og eins. Unnið verður með árstíðabundna hugmyndafræði, hráefni úr nærumhverfi og sjálfbærni í rekstri veitingastaða. Þátttakendur fá fræðslu og aðstoð við uppsetningu matseðla og annað sem viðkemur rekstri veitingastaðarins. Markmiðið er að tengja veitingastaði svæðisins betur inná Vestfjarðaleðiina, því það að  bjóða upp á góðan mat og bjóða fólk velkomið er svo sannarlega hluti af vestfirskri matarmenningu. Áætlað er að vinnustofan hefjist í byrjun maí 2021

Vestfirskur matur

Vestfjarðastofa hefur unnið að því að kortleggja og greina stöðu matvælaframleiðslu á svæðinu. Til þess að auðvelda veitingafólki, ferðamönnum og almenningi að nálgast vestfirsk gæða matvæli var unninn bæklingur með upplýsingum um þær afurðir sem framleiddar eru á Vestfjörðum. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um framleiðendur og hvernig má nálgast afurðirnar. 

Bæklingurinn var gefinn út nú í júní 2021 og má finna hér

 

 

Tengd skjöl

Vestfirskur matur

Tengdar fréttir