Fara í efni

Hafsjór af hugmyndum: opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hafsjó af hugmyndum sjötta árið í röð en í verkefninu felast styrkir til háskólanema á vegum Sjávarútvegsklasa Vestfjarða.

Markmiðið með styrkjunum er að hvetja til nýsköpunar, skapa góð tengsl háskólanema og fyrirtækja með samstarfi í verkefnum, skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum og stuðla að sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda og eflingu mannauðs og öryggis.

Áherslur taka breytingum frá ári til árs og er nú lögð sérstök áhersla á að efla atvinnulíf og stuðla að sjálfbærri nýtingu og eflingu mannauðs.

Þrjú til fimm lokaverkefni munu hljóta styrkveitingu upp á allt að eina milljón króna eftir umfangi þeirra. Lokaverkefnin geta verið innan ólíkra sviða háskólanna á Íslandi en þurfa þau að tengjast sjávarútvegi. Styrkirnir eru hugsaðir til að gera nemum kleift að auka gæði rannsókna sinna, t.d. með að nýta þá í sýnatökur, mælingar, viðtöl eða annað sem tengist viðfangsefninu beint.

Skilafrestur er 25. nóvember 2025.

Allar nánari upplýsingar má finna hér: Hafsjór af hugmyndum | Vestfjarðastofa

Við hlökkum til að sjá spennandi umsóknir frá háskólanemum.