Fara í efni

Gullkistan Vestfirðir 2025

Gullkistan Vestfirðir 2025

Íþróttahúsið Torfnes, Ísafirði – laugardaginn 6. september kl. 12–17

Gullkistan Vestfirðir 2025 – Þar sem hugmyndir blómstra, tengsl myndast og framtíðin fæðist.

Gullkistan Vestfirðir er metnaðarfull og fjölbreytt sýning sem dregur fram það besta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða í atvinnulífi og menningu. Markmiðið er að sýna Vestfirði sem líflegt og framsækið svæði – svæði sem byggir á sterkum rótum og blómstrar með hugviti í átt að sjálfbærri og farsælli framtíð.

Á Gullkistunni Vestfirðir segjum við sögur af svæði sem þorir og getur – þar sem fjölbreytt mannlíf, tækninýjungar, frumkvæði og samheldni móta samfélag í stöðugri þróun.

📩 Skráðu þig núna og tryggðu þér bás á Gullkistunni 2025

Fyrir hverja er Gullkistan?

Við hvetjum öll fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum – stór og smá, ný og rótgróin – til að taka þátt. Hvort sem þú ert frumkvöðull með nýja vöru, rótgróið sjávarútvegs- eða framleiðslufyrirtæki, listamaður, hugvitsmanneskja, ferðaþjónn eða í iðnaði – þá er Gullkistan þinn vettvangur. Sýnum gestum, hvort sem það er heimafólk eða lengra að komnum, hversu kraftmikið og fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf Vestfjarða er.

Hvað má sjá og upplifa á Gullkistunni?

  • Nýsköpun og frumkvöðlastarf í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi, líftækni, iðnaði, ferðaþjónustu og menningu
  • Matarupplifanir, smakk og vörukynningar
  • Frábæran vettvang til tengslamyndunar
  • Skemmtidagskrá og hliðarviðburði

Hvers vegna að taka þátt?

  • Gerðu starfsemi þína sýnilegri
  • Kynntu vörur og þjónustu fyrir almenningi, fjárfestum og fjölmiðlum
  • Byggja upp tengslanet og framtíðartækifæri
  • Vera hluti af öflugri, jákvæðri heild sem sýnir kraftmikinn vettvang öflugs atvinnulífs og menningar á Vestfjörðum

Praktískar upplýsingar

📍 Staðsetning: Íþróttahúsið Torfnes, Ísafirði
📅 Dagsetning: Laugardagurinn 6. september 2025
🕛 Tími: Kl. 12–17
📝 Skráningarfrestur: til og með 15. júní 2025
💡 Verð og aðstaða: Sjá nánari upplýsingar í skráningareyðublaði hér

Vertu með!

Við viljum kynna atvinnu- og menningarlíf af öllum svæðum Vestfjarða á sýningunni. Tökum höndum saman og sýnum hvað Vestfirðir hafa fram að færa.

Viltu fá aðstoð við skráningu eða ert með spurningar? Hafðu samband:
📧 gudrunanna@vestfirdir.is eða solvi@vestfirdir.is

Starfsmaður verkefnis

Guðrún Anna Finnbogadóttir
Teymisstjóri - Atvinnu- og byggðaþróun
Sölvi Guðmundsson
Teymisstjóri - Markaður og menning

Tengdar fréttir