Fara í efni

Hafsjór af hugmyndum

Hafsjór af hugmyndum

Styrkir til háskólanema á vegum sjávarútvegsklasa Vestfjarða

- Háskólastyrkir - Umsóknarfrestur var til  15. nóvember 2023
- Deadline for applications was until 15th of November 2023

Ætlað hverjum: Háskólanemum í grunn- eða framhaldsnámi við íslenska háskóla.

Fyrir hvað: Lokaverkefni sem hafa það að markmiði að skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindum eða efla atvinnulíf á Vestfjörðum.

Hvernig verkefni: Hægt er að vinna verkefni út frá tveimur útgangspunktum. Annað hvort koma sjálf með hugmynd eða vinna að fyrirfram mótuðum hugmyndum frá fyrirtækjum í sjávarútvegsklasa Vestfjarða. Fjölmörg fyrirtæki skipa sjávarútvegsklasa Vestfjarða og auk styrksins er hægt að leita til þeirra um þátttöku, hvort sem hún er fólgin í upplýsingagjöf, hráefnisöflun eða aðstöðu.

Markmiðið með lokaverkefnunum er að:
 • Hvetja til nýsköpunar
 • Skapa tengsl háskólanema og fyrirtækja í gegnum samstarf
 • Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum
 • Afla þekkingar byggðar á vísindalegum grunni um sjávarbyggðir Vestfjarða

Lokaverkefnin geta snúið að verkefnum í náttúru-, og tæknigreinum sem og í viðskipta – og félagsvísindum í tengslum við sjávarútveg. Verkefnin geta því verið unnin á breiðum fræðilegum grunni og innan ólíkra sviða. Styrkirnir eru hugsaðir til að greiða fyrir rannsóknarkostnað, hvort sem það er vegna sýnatöku, mælinga, viðtala eða annars sem viðkemur rannsókninni með beinum hætti.

Matshópur á vegum Hafsjós af hugmyndum mun velja úr innsendum umsóknum.

Nánari lýsing og umsóknareyðublöð
Hafsjór af hugmyndum háskólaverkefni 2023 - Upplýsingar
Umsóknareyðublöð háskólaverkefni 2023 - Application form 

Verkefnið er hluti af Sóknaráætlun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu. 

Hér til hliðar má sjá kynningarmyndbönd um fyrirtækin sem standa að Sjávarútvegsklasa Vestfjarða.
Introduction of the companies in the Association of Westfjords fisheries on the right side of this page.

Þau háskólaverkefni sem hafa hlotið styrki í Hafsjó af Hugmyndum

Háskólastyrkir 2023

 • Sustainable Aquaponics for Community Development - Orla Mallon (MSc)
 • Distribution and Trends of the Atlantic Rick Crab (Cancer irroratus) in the Nearshore Waters of the Northerly Westfjords - Alexis Jane Bradley (MSc)
 • The monitoring and protection of juvenile Atlantic Cod (Gadus morhua) along the Icelandic coastline: Developing a high resolution approach to evaluating the protection of an arctic marine species - Fia Finn (PhD)
 • Fjaðrandi bátasæti - Svavar Konráðsson (MSc)

Háskólastyrkir 2022

 • Fine-scale movement of humpback whales (Megaptera novaeangliae) in Icelandic coastal waters – Sydni Anne Long
 • Determining the Feasibility of Seaweed Farming Industry in the Westfjords of Iceland – Jenna Kennedy
 • The Effects of Acoustic Disturbances on Juvenile Atlantic Cod Behaviour/Movement in Dyrafjörður, Iceland – Ken_Reesha Alissah Price
 • Biomass and distribution of cnidarians and ctenophores in Icelandic waters during the summer in relation to environmental variables and lumpfish distributions - Tyler Ellis Sharpton
 • Marine Litter and Fouling Species – Holly A. I. Solloway
 • Discovering the seascape: Is diving a touristic option for the Ísafjarðardjup area? - Ainara Aguilar del Caz
 • Heilbrigt starfsumhverfi í sjávarútvegi – Thelma Rut Jóhannsdóttir
 • Age-demographic analysis of mesopelagic fishes in the North Atlantic waters surrounding Iceland - Charlotte Sarah Matthews

Háskólastyrkir 2021

 • Kítín úr rækjuskel - Lisa Wroegmann
 • Kítín úr rækjuskel - Eva María Ingvadóttir
 • Wildlife conservation - Brenna Martell
 • Plastic in marine ecosystem - Caitlin Brawn
 • Ferjuflutningar frá Vestfjörðum til Reykjavíkur - Douglas Robinsson

Háskólastyrkir 2020

 • Handbók til að tengja erlenda og innlenda foreldra á Vestfjörðum – Helga Björt Möller HA
 • Klasafræði og samkeppnishæfni – Arna Lára Jónsdóttir HÍ
 • Microplastic in mackerel and blue whiting – Anni Malinen, Háskólasetri Vestfjarða
 • Kambucha Japanese beverage – Martyn Ivan John Jones, Háskólasetri Vestfjarða
 • Wastewater treatment – microalgae – Ivan Nikonov, Háskólasetri Vestfjarða

Þau verkefni sem hlutu Nýsköpunarstyrk  2020 voru:

 • Markaðssetning á eldisfiski – Aðalsteinn Egill Traustason, Iceland Westfjords Seafood
 • Eldislax í neytendapakkningar – Stefán Hannibal Hafberg, Íslandssögu
 • Tekjustýringarkerfi fyrir fjölþætt sjávarútvegsfyrirtæki – Halldór Pálmi Bjarkason
 • Fullvinnsla sjávarfangs á Þingeyri – Birkir Kristjánsson og Reynir Friðriksson
 • Framleiðsla á olíu úr ljósátu úr Ísafjarðardjúpi – Kristján G. Jóhannsson

Vestfjarðastofa og Sjávarútvegsklasi Vestfjarða þakkar öllum sem hafa sent inn umsóknir og öllum þeim sem komu að undirbúningi, hönnun og ráðgjöf keppninnar fyrir þeirra framlag ásamt því að óska styrkhöfum til hamingju. 

Tengdar fréttir