Fara í efni

Fjórðungssamband Vestfirðinga

Fjórðungssamband Vestfirðinga
Fjórðungssamband Vestfirðinga eru hagsmunasamtök sveitarfélaga á Vestfjörðum, sameiginlegur vettvangur þeirra og málsvari sem stofnuð voru 11. nóvember 1949.

Tilgangur Fjórðungssambandsins (FV) er að vinna að hagsmunum vestfirskra sveitarfélaga og leiða sameiginleg málefni eftir ákvörðun sveitarfélaganna hverju sinni. Stefna samabandsins er mótuð af ályktunum Fjórðungsþinga og stefnumörkun FV hverju sinni.  FV fylgist náið með og beitir sér í málefnum sveitarfélaga, hvar sem þau kunna að vera til umfjöllunar, svo sem á Alþingi, í ráðuneytum og ríkisstofnunum. FV starfar náið með öðrum landshlutasamtökum sveitarfélaga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að málefnum sveitarstjórnarstigsins.

Þann 1. desember 2017 var Vestfjarðstofa stofnuð sem vettvangur atvinnu- og byggðaþróunar á Vestfjörðum. Vestfjarðastofa hefur frá þeim tíma annast verkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Fjórðungssamband Vestfirðinga starfar áfram sem lögaðili. 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga:

Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ísafjarðarbæ
Ingibjörg Benediktsdóttir, Strandabyggð
Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð
Kristján Jón Guðmundsson, Bolungarvíkurkaupstað
Sigurður Hreinsson, Ísafjarðarbær

Varastjórn:

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólahreppur
Steinn Ingi Kjartansson, Súðavíkurhreppi
Lilja Magnúsdóttir, Tálknafjörður
Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafjarðarbær
Kristján Þór Kristjánsson, Ísafjarðarbær