Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja verkefni sem falla að Sóknaráætlun Vestfjarða. Styrkirnir eru tvennskonar; verkefnastyrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar og á sviði menningar ásamt stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningar. Vestfjarðastofa annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga og er auglýst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkir nýsköpun, uppbyggingu atvinnulífs og menningarstarf á Vestfjörðum.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 31. október.
Rafrænar vinnustofur verða haldnar miðvikudaginn 16. október kl. 16:00.
Smellið hér til að taka þátt.
Vinnustofur á starfsstöðvum Vestfjarðastofu, þar sem veitt er aðstoð við umsóknagerð, verða sem hér segir:
- Hólmavík mánudaginn 21. okt. kl. 16-18
- Patreksfirði þriðjudaginn 22. okt. kl. 16-18
- Ísafirði miðvikudaginn 23. okt kl. 16-18
Hvar sæki ég um?
Sótt er um á rafrænu umsóknarformi Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða.
- Nauðsynlegt er að skráning í umsóknarkerfi sé á kennitölu umsækjanda. Það er ekki hægt að breyta kennitölu seinna í ferlinu.
- Umsóknir fyrir lögaðila (félög og fyrirtæki) þurfa að vera skráðar á kennitölu viðkomandi. Því er nauðsynlegt að sækja um á rafrænum skilríkjum viðkomandi aðila.
- Á vefnum Sóknaráætlun.is hægt að breyta umsóknum ef þarf, prenta út samninga og fleira. Ekki er hægt að breyta kennitölu.
Hvernig verkefni eru styrkhæf?
Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóð Vestfjarða fyrir;
- Verkefnastyrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar og á sviði menningar
- Stofn og rekstrarstyrkir til menningstofnana
Að jafnaði er litið til verkefna sem efla listir, menningu, nýsköpun og atvinnuþróun á svæðinu og fjölgun atvinnutækifæra. Þá er horft til verkefna sem stuðla að vöruþróun og gæðum hönnunar, auka fagmennsku á sviði lista og menningar, styðja við uppbyggingu og eflingu menningartengdrar ferðaþjónstu og eru gjaldeyrisskapandi.
Umsóknir þurfa að falla að markmiðum og áherslum gildandi Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029 (DRÖG)
Umsækjendur skulu vera lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög á Vestfjörðum.
Uppbyggingarsjóður styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af styrkhæfum heildarkostnaði verkefna.
Frekari upplýsingar um áherslur og úthlutnarreglur má finna hér -
Úthlutunarreglur fyrir 2025
Hvernig gengur úthlutunin fyrir sig?
Fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs eru kosin er á Fjórðungsþingi Vestfirðinga. Þau annast val verkefna að undangengnu umsóknarferli. Fagráð menningar og nýsköpunar velja hvaða verkefni skulu hljóta styrk en úthlutunarnefnd ákvarðar styrkupphæðir.
Áherslur úthlutana byggja á gildandi Sóknaráætlun Vestfjarða. Árlega er úthlutað um 50 milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.
Skýrslur
Önnur tungumál
Click here for instructions in English
Informacje o Funduszu Rozwoju Fiordów Zachodnich w języku polskim