Sjö styrkir til Vestfjarða úr Loftslags- og orkusjóði
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur tilkynnt niðurstöður úr jarðhitaleitarátaki sem opnað var í vor. Markmið átaksins er að stuðla að aukinni nýtingu jarðhita til húshitunar á svæðum þar sem nú er notast við rafmagn eða olíu. Sjö styrkir voru veittir til verkefna á Vestfjörðum. Orkubú Vestfjarða fékk styrk til sex verkefna: á Patreksfirði, Ísafirði, Bolungavík og Suðureyri og Strandabyggð fékk styrk vegna eins verkefnis.
25. september 2025