Hvað einkennir góða styrkumsókn?
Umsóknaskrif voru til umfjöllunar í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna Forvitnir frumkvöðlar á þriðjudaginn. Þar fjallaði Þórunn Jónsdóttir um málið af gríðarmikilli þekkingu og reynslu. Ræddi hún um hvað styrkumsóknir eiga sameiginlegt, óháð því hvaða sjóði er verið að sækja í og hvað þarf að hafa í huga svo meiri líkur séu til árangurs. Þórunn hefur á ferli sínum skrifað hundruð umsókna og þekkir því vel hversu snúið það getur reynst að semja góða umsókn.
06. febrúar 2025