Fara í efni

Lokahóf Markaðsstofu Vestfjarða

Fréttir

Markaðsstofa Vestfjarða hélt sitt fyrsta lokahóf í húsnæði Vestfjarðastofu í lok október til að fagna sumarlokum og annasömu ferðamannatímabili. Viðburðurinn var sérstaklega vel tímasettur, þar sem síðasta skemmtiferðaskip vertíðarinnar kom í höfn í sömu viku.

Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, sá um að halda uppi stemningunni og skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft.

Markmið viðburðarins var að draga saman fólk úr ferðaþjónustu, skapa vettvang til spjalls og samveru og fagna góðu samstarfi sumarsins. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt lokahóf er haldið af Markaðsstofunni, en stefnt er að því að gera það að árlegum viðburði.