Svæðisáætlun um úrgang hefur tekið gildi
Öll sveitarfélög á Vestfjörðum hafa samþykkt Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024-2035, og hefur hún því tekið gildi. Frá því á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 2022 á Patreksfirði hefur verið unnið að gerð hennar skv. samþykkt þess og lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Vinnuhópur sveitarfélaganna tók til starfa við gerð áætlunarinnar haustið 2023 undir stjórn verkefnastjóra umhverfis- og loftslagsmála ásamt utanaðkomandi ráðgjafa.
16. desember 2024