Fara í efni

Sóknarhópur Hagsmunaaðila

Vestfjarðastofa er vettvangur samstarfs á Vestfjörðum. Með sóknarhóp verður aðkoma fyrirtækja á svæðinu stefnumótun, verkefnavali og hagsmunagæslu markvissari.

Hvað er sóknarhópur hagsmunaaðila

  • Sérstakur vettvangur fyrirtækja innan Vestfjarðastofu – Sóknarhópur hagsmunaaðila.
  • Á ársfundi kýs sóknarhópur 5 aðila í fulltrúaráð Vestfjarðastofu.
  • Sóknarhópur kýs 4 úr fulltrúaráði í stjórn Vestfjarðastofu
  • Sóknarhópur heldur minnst tvo fundi á ári og einn fundi á ári með stjórn Vestfjarðastofu
  • Sóknarhópur kemur að gerð stefnu og starfsáætlun Vestfjarðastofu
  • Stjórn sóknarhóps getur ályktað um hagsmunamál Vestfjarða
  • Aðilar að sóknarhópi greiða árgjald til Vestfjarðastofu
  • Sveitarfélög greiða árstillag til Fjórðungssambands Vestfirðinga sem samkvæmt samningi fer til Vestfjarðastofu

Hvað fær mitt fyrirtæki

  • Með því að vera hagsmunaaðili hjá Vestfjarðastofu munt þú stuðla að framþróun Vestfjarða í samræmi við sóknaráætlun landshlutans
  • Þú verður hluti af okkar samstarfsneti og hefur aðgang að verkfærum á innra svæði Vestfjarðastofu
  • Þú kemur að gerð árlegrar starfsáætlunar Vestfjarðastofu

Hagsmunaaðilar geta orðið þeir lögaðilar sem hafa starfsstöð eða lögheimili á Vestfjörðum og gera samstarfssamning við Vestfjarðastofu gegn föstu árgjaldi er stjórn ákveður. Hagsmunaaðilar hafa málfrelsi og tillögurétt á ársfundum fulltrúaráðs. Hagmunaðilar eru með öll tilskilinn leyfi til atvinnurekstrar innan þeirra greina sem þeir starfa í. Nánar um aðild í samþykktum

Hagsmunaðilar eru aðgreindir eftir sviðum Vestfjarðastofu:

  • Atvinnu- og byggðaþróun

Undir sviðið fellur öll starfsemi iðnaðar, þjónustu, nýsköpunar eða hvaðeina annað sem ekki telst snúa að ferðaþjónustu eða menningarmálum. 

    • Ferðaþjónusta og menning - Markaðsstofa Vestfjarða

Undir sviðið fellur öll sú starfsemi er nær til ferða- og menningarmála. Markaðsstofa Vestfjarða hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Markaðsstofa Vestfjarða annast hagmunagæslu ferðaþjóna í landshlutanum, vinnur í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna, kemur að uppsetningu ferðasýningarinnar Mannamóta og sér um markaðs- og kynningarstarf fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum ásamt fjölda annarra verkefna.

Gjaldskrá

Örfyrirtæki

1-5 stöðugildi

45.000 kr.

Lítil fyrirtæki

6-20 stöðugildi

75.000 kr.

Millistór fyrirtæki

21-59 stöðugildi

125.000 kr.

Stærri fyrirtæki

60+ stöðugildi

250.000 kr.

Árgjald miðast við stöðugildi á ársgrundvelli. Nánari upplýsingar gjaldskrá og hvað fæst með aðild má finna hér.

 

Til að skrá lögaðila þarf að fylla út skráningarform sem aðgengilegt er hér.


Skráningarform