Fara í efni

Sóknarhópur Hagsmunaaðila

Sóknarhópur hagsmunaaðila Vestfjarðastofu

Sóknarhópur er nýr vettvangur atvinnu- og byggðaþróunar þar sem hugmyndin er að ná saman fyrirtækjum á Vestfjörðum og skapa þannig samstarfsvettvang til að vinna enn betur að hagsmunum fyrirtækja á Vestfjörðum.

Atvinnulífið er hreyfiaflið sem keyrir áfram samfélögin því er mikilvægt að þeirra rödd heyrist við ákvarðanatökur er varða þeirra hagsmunamál.

Með stofnun Sóknarhóps innan Vestfjarðastofu er markmiðið að stilla saman strengi, efla atvinnulífið og skapa sterka rödd frá Vestfirsku atvinnulífi í umræðunni um framtíðina. Fyrirtæki þurfa að skrá sig til að verða aðilar að Sóknarhópnum og verða þannig hluti af sterku tengslaneti en úr þeim hópi verða kosnir fulltrúar í stjórn Vestfjarðastofu og fá þannig tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnumótun og framtíðarsýn Vestfjarðastofu.

Hvað fær mitt fyrirtæki

  • Markvissa vinnu að bættri ímynd fyrirtækja á Vestfjörðum
  • Öflugt tengslanet
  • Samstarfsvettvang við fyrirtæki í sama fagi
  • Samstarfsvettvang við fyrirtæki á Vestfjörðum
  • Samstarfsvettvang fyrir fyrirtæki  í tengslum við samtök atvinnurekenda á hverju atvinnusvæði
  • Hagsmunagæslu varðandi innviðamál á Vestfjörðum
  • Markvissa vinnu að umhverfis- og loftslagsmálum í samstarfi við önnur fyrirtæki
  • Faglega vinnu við að greina stöðu atvinnulífs á Vestfjörðum og þörfum þess
  • Aðgang að Sóknarhópnum sem heldur minnst tvo fundi á ári og einn fund á ári með stjórn Vestfjarðastofu
  • Með því að vera hagsmunaaðili hjá Vestfjarðastofu færðu tækifæri til að stuðla að framþróun Vestfjarða í samræmi við sóknaráætlun landshlutans
  • Að verða hluti af samstarfsneti og hefur aðgang að verkfærum á innra svæði Vestfjarðastofu

Hagsmunaaðilar geta orðið þeir lögaðilar sem hafa starfsstöð eða lögheimili á Vestfjörðum og gera samstarfssamning við Vestfjarðastofu gegn föstu árgjaldi er stjórn ákveður. Hagsmunaaðilar hafa málfrelsi og tillögurétt á ársfundum fulltrúaráðs. Hagmunaðilar eru með öll tilskilinn leyfi til atvinnurekstrar innan þeirra greina sem þeir starfa í. Nánar um aðild í samþykktum

Hagsmunaðilar eru aðgreindir eftir sviðum Vestfjarðastofu:

  • Atvinnu- og byggðaþróun

Undir sviðið fellur öll starfsemi sjávarútvegs, fiskeldis, iðnaðar, þjónustu og nýsköpunar. Hlutverk Vestfjarðastofu er að vera smurningskerfið sem keyrir áfram hagsmunamál fyrir atvinnulífið.  

Fagráð atvinnu- og byggðaþróunar
Gauti Geirsson
Halldór Halldórsson
Jónas Heiðar Birgisson
Lilja Sigurðardóttir
Anton Helgi Guðjónsson

 

    • Ferðaþjónusta og menning - Markaðsstofa Vestfjarða

Undir sviðið fellur öll sú starfsemi er nær til ferða- og menningarmála. Markaðsstofa Vestfjarða hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Markaðsstofa Vestfjarða annast hagmunagæslu ferðaþjóna í landshlutanum, vinnur í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna, kemur að uppsetningu ferðasýningarinnar Mannamóta og sér um markaðs- og kynningarstarf fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum ásamt fjölda annarra verkefna.

Fagráð Markaðs- og menningar
Elísabet Gunnarsdóttir
Friðbjörg Matthíasdóttir
Sif Huld Albertsdóttir
Gunnþórunn Bender
Sædís Ólöf Þórsdóttir

Gjaldskrá

Örfyrirtæki/ einstaklingar

1-5 stöðugildi

45.000 kr.

Lítil fyrirtæki

6-20 stöðugildi

75.000 kr.

Millistór fyrirtæki

21-59 stöðugildi

125.000 kr.

Stærri fyrirtæki

60+ stöðugildi

250.000 kr.

Árgjald miðast við stöðugildi á ársgrundvelli. Nánari upplýsingar gjaldskrá og hvað fæst með aðild má finna hér.

 

Til að skrá lögaðila þarf að fylla út skráningarform sem aðgengilegt er hér.


Skráningarform