Gleðilega Púkahátíð!
Í dag hefst Púkinn, barnamenningarhátíð Vestfjarða. Það er einstakt gleðiefni að geta boðið vestfirskum börnum upp á skemmtilega menningarviðburði heima í héraði og leyfa þeim að kynnast ólíkum listgreinum. Hryggjarstykki hátíðarinnar í ár eru leiklistarsmiðjur með Birgittu Birgisdóttur og var öllum grunnskólum á svæðinu boðið að þiggja slíkt fyrir nemendur á miðstigi.
31. mars 2025