Gullkistan Vestfirðir – blásið í lúðra klukkan 12!
Blásarasveit TÍ mun blása í lúðra klukkan 12 á hádegi í íþróttahúsinu Torfnesi og þar með hefst stórsýningin Gullkistan Vestfirðir. Klukkan 12:20 mun forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, formlega opna sýninguna, í beinu framhaldi af því mun kvennakór Ísafjarðar taka nokkur lög.
06. september 2025