Kallað var eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða vegna verkefna ársins 2026 um miðjan september og á hádegi í gær rann út frestur til sækja um. Alls bárust 134 umsóknir, þar af 77 umsóknir um menningarstyrki, 48 umsóknir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og 9 umsóknir bárust frá menningarstofnunum um stofn- og rekstrarstyrki. Ekki hafa fleiri borist fleiri umsóknir síðan fyrsta Covid-árið, en þá barst metfjöldi umsókna, á síðasta ári bárust 98 umsóknir.
Nú tekur við vinna fagráða menningar og nýsköpunar, þau leggja til hvaða verkefni skuli styrkt, en úthlutunarnefnd tekur síðan við tillögunum og ákvarðar styrkupphæðir.
Til ráðstöfunar eru 49,8 milljónir króna, en þegar hefur verið ráðstafað 15,5 milljónum til fjöláraverkefna. Alls er því úthlutað til verkefna ársins 2026 65,3 milljónum króna.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í lok nóvember og verði tilkynntar á úthlutunarhófi Uppbyggingarsjóðs, sem verður haldið á Ísafirði miðvikudaginn 26. nóvember kl. 16:00