Fara í efni

Markaðs- og áfangastaðastofa

Vestfjarðastofa sinnir ferðaþjónustu svæðisins undir merkjum Markaðsstofu Vestfjarða og Visit Westfjords. Verkefni í tengslum við ferðaþjónustu eru unnin í  samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu sem og ferðaþjónustufyrirtækin. 

Markaðsstofa Vestfjarða starfar sem deild innan Vestfjarðastofu og sinnir markaðssetningu, innviðamálum og stefnumótun ferðaþjónustu svæðisins. Helstu hlutverk Markaðsstofu Vestfjarða eru:

  • Kynning svæðisins
  • Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum (www.westfjords.is)
  • Útgáfa kynningarefnis, bæklinga og korta
  • Blaðamannaferðir í samstarfi við Íslandsstofu
  • Ferðasýningar á lykilmörkuðum
  • Gerð og eftirfylgni áfangastaðaáætlunar 

Markaðsstofa Vestfjarða hélt utan um vinnu við Áfangastaðaáætlun Vestfjarða, en sú áætlun var gefin út seinni hluta árs 2018, en unnar hafa verið uppfærslur á samantekt 2020 og 2022. Í Áfangastaðaáætluninni er sett fram heilsteypt stefna fyrir svæðið í ferðaþjónustu. 

Starfsmaður

Sölvi Guðmundsson
Teymisstjóri - Markaður og menning

Tengdar fréttir