Fara í efni

Sóknaráætlun

Sóknaráætlun Vestfjarða er þróunaráætlun sem felur í sér stöðumat og framtíðarsýn landshlutans ásamt markmiðum og leiðum til að ná fram þeirri sýn. 

Sóknaráætlanir landshluta eru þróunarverkefni  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og landshlutasamtaka sveitarfélaga samkvæmt samningum sem gilda til fimm ára. Núgildandi Sóknaráætlun er fyrir tímabilið 2020-2024.

Undir Sóknaráætlun er annars vegar Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og hins vegar Áhersluverkefni sem skilgreind eru til allt að þriggja ára í senn.
Áætlunin er gerð til 5 ára en hægt er að uppfæra hana innan tímabilsins.

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða fer fram einu sinni á ári í desember. Kosin eru fagráð nýsköpunar og menningar sem fara yfir umsóknir um styrki, og úthlutunarnefnd sem ákvarðar styrkupphæðir. Síðan árið 2015 hafa um eða yfir 120 umsóknir um styrki borist ár hvert og hafa fjölmörg áhugaverð verkefni orðið að veruleika með tilstuðlan styrkja úr Uppbyggingarsjóði.

Tengdar fréttir