Þróun vetrarferðaþjónustu og áfangastaðaáætlun rædd á Hólmavík
Fundaröð Markaðsstofu Vestfjarða um þróun ferðaþjónustu hélt áfram 9. maí með tveimur fundum í Café Riis á Hólmavík. Annars vegar var haldin vinnustofa fyrir ferðaþjónustuaðila um vetrarferðaþjónustu og hins vegar opinn samráðsfundur um gerð nýrrar áfangastaðaáætlunar fyrir Vestfirði.
21. maí 2025