Vel heppnað íbúaþing á Drangsnesi
Húsnæðismál, í víðum skilningi, bætt ásýnd og aukin nýting heita vatnsins, eru mikilvægustu viðfangsefni samfélagsins í Kaldrananeshreppi, til að styrkja stöðu byggðarlagsins til framtíðar. Þannig forgangsröðuðu þátttakendur málefnum á íbúaþingi sem haldið var á Drangsnesi dagana 4. og 5. október, í tilefni þess að þar hefst nú verkefni Byggðastofnunar undir hatti Brothættra byggða. Vel var mætt á þingið og tóku um 40 manns þátt í því.
06. október 2025