Fara í efni

Um Vestfjarðastofu

Vestfjarðastofa er sjálfseignarstofun sem tók við verkefnum sem Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga sinntu áður. Undir Vestfjarðastofu heyrir einnig Markaðsstofa Vestfjarða og menningarfulltrúi Vestfjarða.  Stofnfundur Vestfjarðastofu var 1. desember 2017.
 

Tilgangur Vestfjarðastofu er að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og veita samræmda og þverfaglega ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnu- og byggðaþróun, frumkvöðlastarfsemi og menningu í víðum skilningi.

Markmið Vestfjarðastofu er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum, stuðla að velferð íbúa og styrkja Vestfirði sem búsetukost og áfangastað ferðamanna. Markmiði sínu hyggst Vestfjarðastofa ná með öflugu samstarfi atvinnulífs, sveitarfélaga, ríkisvalds og stoðkerfis hins opinbera.
 
Stjórn stofnunarinnar er skipuð níu aðalmönnum og jafnmörgum til vara. Fimm þeirra koma af vettvangi sveitarstjórnarmála en fjórir af vettvangi atvinnulífs og menningar. Stjórnarmenn af vettvangi sveitarstjórna eru þeir sömu og skipa stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Starfsstöðvar Vestfjarðastofu eru á Ísafirði, Patreksfirði, Hólmavík, og Þingeyri. 
 
Stjórn Vestfjarðastofu

Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ísafjarðarbæ

Ingibjörg Benediktsdóttir, Strandabyggð
Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð
Kristján Jón Guðmundsson, Bolungarvíkurkaupstað
Sigurður Hreinsson, Ísafjarðarbær
Víkingur Guðmundsson, Arnarlax
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hótel Ísafjörður
Kristján Jóakimsson, HG
Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Þörungaverksmiðjan á Reykhólum

 
Skipurit Vestfjarðastofu
 
Skipurit Vestfjarðastofu