Fara í efni

Áhersluverkefni 2020

Vestfjarðaleiðin

 

Markmið 

  • Vinna stendur yfir við þróun ferðaleiðarinnar Vestfjarðaleiðin sem liggur um Vestfirðir og Dali. Unnið hefur verið með breska ráðgjafafyrirtækinu Blue Sail að þróun ferðaleiðarinnar og vinnukistu fyrir aðildarfyrirtæki. Einnig er unnið með almannatengslaskrifstofunni Cohn og Wolfe að mörkun og markaðsaðgerðum í tengslum við verkefnið. 

Verkefnalýsing
Árið 2020 þarf að fjárfesta í grunni til markaðssetningar, er þar um að ræða myndir og myndbönd sem hægt er að nota í kynningu á verkefninu. Jafnframt þar að gera tímabundna heimasíðu vegna verkefnisins en nauðsynlegt er síðan á síðara tímabili (2021) að fjárfesta í heimasíðu sem tekur þá tillit til fyrirhugaðrar vinnu vegna gagnagrunns Ferðamálastofu. 

Einnig verður á tímabilinu 2021 og 2022 lögð  meiri áhersla á markaðssetningu með sýningum og blaðamannaferðum. 
 Þetta verkefni var styrkt til þriggja ára og er ár tvö styrktur að þessu sinni.

 Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 
Verkefnisstjóri - Díana Jóhannsdóttir og Birna Jónasdóttir
Tímarammi - janúar - desember 2020
Framlag úr Sóknaráætlun 2020 - Kr. 6.000.000-

Núverandi staða febrúar 2021: 
Formlega var ferðaleiðin “Vestfjarðaleiðin” opnuð samhliða opnun á Dýrafjarðargöngunum í október 2020.  
Opnuð var heimasíða fyrir Vestfjarðaleiðina www.vestfjardaleidin.is seinnihluta ársins 2020. 
Unnið hefur verið með Blue Sail að þróun ferðamannaleiðarinnar og einnig er búið að vinna með almannatenglaskrifstunni Cohn og Wolfe að mörkun og markaðsaðgerðum í tenglum við verkefnið.  
Verkþætti fyrir árið 2020 lokið

Unnið var töluvert af myndbandsefni sem var birt á miðlum Markaðsstofu Vestfjarða.

Sýnilegri Vestfirðir

 

Markmið 

  • Að standa að 2-3 viðburðum á ári sem stuðla að auknum sýnileika Vestfjarða sem fjárfestingakosti og til búsetu.
  • Að segja 20-30 sögur af Vestfirðingum, einstaklingum og fyrirtækjum sem geta haft áhrif á ímynd svæðisins.
  • Að miðla almennum og sértækum upplýsingum Vestfirði svo sem fjárfestingakosti, umhverfismál og fleira gegnum vef og samfélagsmiðla.

Verkefnalýsing

Verkefnið er til þriggja ára. Verkefnið er hugsað sem framhald verkefnisins „Vestfirðingar – Almannatengsl“ sem var áhersluverkefni árið 2018. Á verkefnatímanum verða haldnir amk tveir stórir viðburðir á ári til að auka sýnileka svæðisins miðað við tiltekna markhópa.  Áherslur verða áfram lagðar á Vestfirðingar- sögur sem en á árinu 2020 verður sjónum beint að fyrirtækjum á svæðinu. Framsetning og miðlun efnis um Vestfirði skiptir miklu máli og hér er horft til þess að miðla efni um fjárfestingar á Vestfjörðum og láta vinna greiningar sem styðja við málflutning svæðisins um mikilvæg mál. 

Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 
Tímarammi - janúar - desember 2021
Framlag úr Sóknaráætlun 2020- Kr.7.500.000- á ári í 3 ár

Núverandi staða janúar 2021:  Verkþætti fyrir árið 2020 lokið
1. Viðburðir: Vestfjarðastofa hélt fjölmarga viðburði með fjarfundaformi á árinu 2020. 
Þeir fundir sem voru opnir, auglýstir og falla undir þetta verkefni eru:  
a) Umhverfis Vestfirði – tækifæri í matvælaframleiðslu sem haldin var fimmtudaginn 22. október. Á ráðstefnuna mættu milli 40 og 50 manns. Haldin voru þrjú erindi og liggja glærurnar fyrir í meðfylgjandi frétt.  https://www.vestfirdir.is/is/vestfjardastofa/frettir/umhverfis-vestfirdi-glaerur-fra-fyrirlesurum  

b) Vestfjarðaleiðin - The Westfjords Way – kynning á nafni ferðaleiðar - 30-40 manns mættu á fjarfund.
Fjölgun hefur orðið í þátttakendahópi verkefnisins og nokkur fjöldi frétta hefur verið í fjölmiðlum um Vestfjarðaleiðina.  

c) Fjöruferðir á þremur stöðum á Vestfjörðum – haldnar sem hluti af Westfjords Food verkefni. Þátttakendur voru um 50 á öllum Vestfjörðum. 

d) Hafsjór af hugmyndum  kynningarfundur og afhending styrkja. Fimm verkefni styrkt áfram og vinna fram á vor 2021 þegar verðlaun verða afhent. Þátttakendur í fjarfundi voru aðstandendur verkefnisins og umsækjendur. 

e) Opnir fundir atvinnulífs og menningar á vordögum voru mjög vel sóttir og ætlaðir til stuðnings vegna Covid-19. Nokkur sýnileiki innan Vestfjarða.  

2. Sögur af Vestfirðingum: 
Samið var við sjónvarpsstöðina N4 um þáttagerð til að ná markmiði tvö. Settir voru í loftið alls 5 þættir um atvinnulíf á Vestfjörðum og tekin voru viðtöl við einstaklinga sem birtast í þáttum eins og Landsbyggðunum og sértækum þáttum um Vestfirði.   Hér fyrir neðan er hægt að nálgast þættina 

 

Nýsköpunar- og samfélagasmiðstöðvar

 

Markmið 

  • Að stofna sjóð þar sem nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar geta leitað í til að efla verkefni sín og starfsemi. 
  • Stuðla að uppbyggingu nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva á Vestfjörðum

Verkefnislýsing
Stofnaður var sjóður sem Vestfjarðastofa sé um þar sem tíu miljónir verði í boði fyrir  nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum. Úthlutun verður auglýst á vefsíðu Vestfjarðastofu og vefmiðlum á Vestfjörðum. 

Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 

Verkefnisstjóri - Agnes Arnardóttir
Tímarammi - janúar - desember 2020
Framlag úr Sóknaráætlun 2020- Kr.7.000.000-

Núverandi staða janúar 2021
Í lok árs 2018 fékk Fjórðungssamband Vestfirðinga úthlutað 15 milljónum úr C1 sjóði Byggðaáætlunar til verkefnisins „Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum“. Um var að ræða fyrsta hluta stærra verkefnis sem sótt var um og stutt var við annars vegar greiningu og áætlunargerð; Kortlagningu á aðstæðum í öllum byggðakjörnum, viðtöl við heimamenn, sveitarstjórnir og þjónustuaðila. Afurð þess hluta verkefnisins átti að vera Heildarsýn yfir starfsemi í öllum byggðakjörnum og mat á þörfum auk þess sem samstarfs yrði leitað um slíkar stöðvar. Auk þess var gert ráð fyrir eflingu núverandi stöðva.  Sótt var um áframhaldandi styrk til verkefnisins í Byggðaáætlun 2020 en verkefnið fékk ekki brautargengi þar. Starfandi miðstöðvar eru reknar á mjög mismunandi forsendum og hefur Vestfjarðastofa unnið að því að tengja þær saman með reglulegum fundum með forsvarsmönnum þeirra og verkefnisstjóra Vestfjarðastofu í því skyni að ýta undir samstarf þeirra og mögulega sókn innlenda og erlenda sjóði til sameiginlegra verkefna sem eflt geta starfsemina á hverjum stað auk þess að styðja við nýsköpun og þróun á svæðinu. 
Verkþætti fyrir árið 2020 lokið

Úttekt á Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvum
Úthlutað var til fjögurra starfandi miðstöðva
Síða verkefnisins

Samgöngu- og jarðgangnaáætlun Vestfjarða

 

Markmið 

  • Gerð verði samgönguáætlun fyrir Vestfirði með skýrri forgangsröðun.
  • Viðaukar við samgönguáætlun Vestfjarða sem eru öryggis‎úttekt á vegum á Vestfjörðum og jarðgangnaáætlun fyrir Vestfirði til ársins 2050

Verkefnislýsing
Samgöngukerfi á Vestfjörðum er ekki samkeppnishæft miðað við aðra landshluta og nær ekki að svara kröfum atvinnulífs og samfélaga og eðli og umfang verkefna.  Samgönguáætlun fyrir Vestfirði með skýrri forgangsröðun verkefna sem svara markmiðum samgönguáætlun stjórnvalda er því afar brýn. Vinna að samgönguáætlun verður byggð á fyrirmynd af Samgönguáætlun Vesturlands. Til stuðnings við áætlunarvinnu verður unnin öryggisúttekt á vegakerfi á Vestfjörðum og jarðgangnaáætlun sem mun draga fram forsendur fyrir gerð jarðgangna á Vestfjörðum til ársins 2050.

Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 
Verkefnisstjóri - Aðalsteinn Óskarsson 
Tímarammi - mars  2020 til apríl 2021
Framlag úr Sóknaráætlun 2020- Kr.5.000.000-

Núverandi staða - janúar 2021: 
Öryggisúttekt á vestfirskum vegum er lokið. Safnað var gögnum sumarið 2020 og skilað til FV í formi samantektar. Verkefnið var kynnt á opnum fundi í nóvember 2020 og fyrir samgöngunefnd FV. Gögn voru send á Vegagerðina. Drög að jarðgangaáætlun fyrir Vestfirði liggja fyrir en forgangsröðun verkefna er ólokið.  Ákveðið er að skýrslur sem unnar hafa verið í tengslum við verkefnið verði hluti af stærri skýrslu “Innviðaskýrsla Vestfjarða” sem mun fjalla um stöðu og forgangsröðun samgönguverkefna á Vestfjörðum. Verkefni mun ljúka í apríl 2021.

Visit Westfjords  

 

Markmið 

  • Að sinna árið 2020 beinni erlendri markaðssetningu á vestfirskri ferðaþjónustu, með vinnustofum, kynningum, blaðamanna-ferðum og samfélagsmiðlum.  
  • Að leggja áherslu á samfélagsmiðla og stafrænar lausnir í markaðssetningu svæðisins.
  • Að blása lífi í blogg Visit Westfjords undir nafninu Bestfjords. 

Verkefnislýsing
Verkefnið snýr að almennri markaðssetningu Vestfjarða sem áfangastað ferðamanna.  Verkefninu er skipt niður í fimm þætti:

1. Samfélagsmiðlar og vefur                      
2. Blaðamannaferðir 
3. FAM ferð 
4. Sýningar/vinnustofur 
5. Beinar auglýsingar 

Verkefnið er heilsteypt markaðsvinna fyrir Markaðsstofu Vestfjarða sem horfir til þeirra áhersluþátta sem settir hafa verið t.d með tilliti til lengingar ferðamannatímabilsins og dreifingar ferðamanna innan svæðisins.  

Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa 
Verkefnisstjóri - 
Díana Jóhannsdóttir 
Tímarammi -
janúar - desember 2020
Framlag úr Sóknaráætlun 2020- 
Kr.5.500.000-

Núverandi staða janúar 2021 : 
Gera þurfti ákveðnar breytingar á verkefninu árið 2020 vegna Covid-19 og ljóst að færri blaðamannaferðir voru farnar en áætlað var, einnig var ferðaþjónustudeginum sem átti að vera haustið 2020 aflýst. Í upphafi árs var haldið Mannamót Markaðsstofa landshlutanna og tóku 14 fyrirtæki á Vestfjörðum þátt að þessu sinni. Jafnframt tók Markaðsstofa Vestfjarða þátt í Mid-Atlantic ferðasýningunni í janúar 2020.  

Vegna stöðunnar í ferðaþjónustu var farið í stórt auglýsinga/markaðsverkefni fyrir íslenskan markað undir merkjunum “keyrðu kjálkann” en það tókst mjög vel og vakti töluverða athygli. 
Verkþætti fyrir árið 2020 lokið