Fara í efni

Vestfjarðastofa tók þátt í vinnustofu Nordic Energy í Kaupmannahöfn

Fréttir Verkefni
Preben Birr-Pedersen og Amanda Dahl Jensen hjá Birr ApS, Sean Scully hjá HA, Magnús Þór Bjarnason hj…
Preben Birr-Pedersen og Amanda Dahl Jensen hjá Birr ApS, Sean Scully hjá HA, Magnús Þór Bjarnason hjá Vestfjarðastofu og Gitte Davidsen hjá Nordic Folkecenter

Þann 11. nóvember síðastliðinn tók Vestfjarðastofa þátt í vinnustofu Nordic Energy um þróun virðiskeðja í framleiðslu lífeldsneytis. Vinnustofan var hluti af BENIGN verkefninu sem Vestfjarðastofa er þátttakandi í. Verkefnið er leitt af af dr. Sean Scully hjá líftæknideild Háskólans á Akureyri en þátttakenda er Guðfinna Lára Hávarðardóttir á Stóra Fjarðarhorni á Ströndum.

BENIGN verkefnið er norrænt verkefni á vegum Nordic Energy og er ætlað að kanna möguleika sjávarþörunga til orkuframleiðslu. Í verkefninu var safi frá þörungum gerjaður með ensímum og gerlum frá búdýrum af Ströndum til framleiðslu á etanóli. Niðurstöður voru gefandi, en ekki eins afgerandi og vonast var til. Hjá dönskum aðilum verkefnisinns er markmiðið að finna leiðir til nýtingar á lífmassa sem vex við Grænland, meðal annars til orkuframleiðslu.

Vinnustofan fór í Fællesalen í danska þinginu sem gaf henni sérlega virðulegt yfirbragð. Þar voru orkumál rædd á víðum grundvelli ásamt því að einstök efnistök voru rædd í þaula. Á fundinum, sem sóttur var af aðilum af öllum Norðurlöndunum, var það ljóst að orkuöryggi er mál sem ofarlega í huga Norðurlandaþjóða.

Bioenergy from Seaweed in Nordic Regions (BENIGN) er verkefni á vegum Bioenergy Value Chain Programme hjá Nordic Energy Research. Að verkefninu stendur þverfaglegur samstarfshópur frá fimm Norðurlöndum — rannsóknastofnunum, atvinnulífi og hagaðilum frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi og Danmörku.

Verkefnið hefur staðið frá því í mars og er gert ráð fyrir að því ljúki í þessum mánuði er lokaskýrsla þess lítur dagsins ljós. Það hefur falið í sér vinnustofur, málþing, greiningar og vinnu við mótun stefnumótandi tillagna. Megináhersla er á sjálfbæra þróun verðmætasköpunar úr þangi og þara á Norðurlöndum, með áherslu á möguleika þeirra sem lífeldsneytis.

Verkefnið er fjármagnað í gegnum Bioenergy Value Chain Programme hjá Nordic Energy Research.