Púkinn fékk 5,5 milljónir úr Barnamenningarsjóði
Úthlutun úr Barnamenningarsjóði fyrir árið 2025 fór fram á Degi barnsins sem haldinn er hátíðlegur síðasta sunnudag maímánaðar og bar að þessu sinni upp þann 25. maí. Vestfirska barnamenningarhátíðin Púkinn fékk styrk upp á 5,5 m.kr fyrir verkefnið Púkinn, hafið og sólmyrkvinn. Þrjár barnamenningarhátíðir á landsbyggðinni hlutu að þessu sinni hæstu styrkina, 5,5 m.kr. hver, en auk Púkans eru það barnamenningarhátíðin Bras á Austurlandi fyrir Þræði og Barnamenningarhátíð Vesturlands 2025.
27. maí 2025