Ég bý í sveit - málþing um leiðir til byggðafestu
Þriðjudaginn 18. nóvember verður haldið málþingið Ég bý í sveit á Laugum í Sælingsdal um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Stranda og Húnaþings vestra. Þar verður fjallað um byggðaþróun og nýsköpun auk þess sem flutt verða erindi um áhugaverð nýsköpunarverkefni á svæðinu og möguleika til framtíðar.
12. nóvember 2025