Eyrarskjól - Aðstoðarmatráður
Við á Leikskólanum Eyrarskjóli óskum eftir starfsmanni í eldhús sem aðstoðar við matargerð, framreiðslu matar ásamt ræstingu fyrir eldhúsið. Viðkomandi starfar í nánu samstarfi og í umsjón matráðar. Matreitt er fyrir ca. 86 nemendur og um 30 starfsmenn. Umsóknarfrestur er til 24.febrúar 2025.
14. janúar 2025