Fara í efni

Úthlutunarhóf Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða í dag

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða

Úthlutunarhóf Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða verður haldið í dag í húsakynnum Vestfjarðastofu á Ísafirði. Hófið hefst klukkan 16 og vonumst við til að sjá þar sem flesta styrkþega. Veittir verða styrkir vegna verkefna sem koma til framkvæmda árið 2026 og voru umsækjendur upplýstir um styrki í lok síðustu viku.

Tæpar 50 milljónir verður úthlutað í dag í þremur flokkum: Stofn og rekstrarstyrkir, styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar og styrki til verkefna á sviði menningar. Fram skal tekið að þegar hefur verið veitt 15,5 milljónum til verkefna sem styrkt voru á síðasta ári til fleiri en eins árs.

Uppbyggingarsjóðir landshlutanna hafa nú samræmt umsóknartímabil sitt sem í þetta sinn stóð frá miðjum september og fram til 22. október og verður glugginn opinn á svipuðu tímabili að ári. Alls bárust að þessu sinni 133 umsóknir: 77 umsóknir um menningarstyrki, 47 umsóknir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og 9 umsóknir bárust frá menningarstofnunum um stofn- og rekstrarstyrki. Ekki hafa fleiri borist fleiri umsóknir síðan fyrsta Covid-árið, sem sportaði metfjölda umsókna, en til að mynda bárust á síðasta ári 98 umsóknir.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður streymt frá afhendingunni á Teams, sjá hér.