Staða sviðsstjóra fiskeldis
Um helgina var auglýst hjá Hafrannsóknastofnun, Rannsókna og ráðgjafastofnun hafs og vatna, starf sviðsstjóra á sviði fiskeldis.Fjórðungssamband Vestfirðinga væntir þess að hér sé um að ræða viðbót við þá starfsemi á sviði rannsókna og ráðgjafar í fiskeldi sem unnið var að fyrir sameiningu Veiðimálastofnunar og Hafrannsóknastofnunar, enda mikið hagsmunamál fyrir Vestfirði ekki síst nú við hraða uppbyggingu sjókvíaeldis á Vestfjörðum.
Ekki kemur fram í auglýsingunni hvar starfið verði staðsett, en á vefnum www.starfatorg.is er staðsetning tilgreind í Reykjavík.
03. október 2016