Fara í efni

Almennur fundur um atvinnumál á Reykhólum

Fréttir

Vestfjarðastofa hefur staðið fyrir almennum kynningar og umræðufundum um alla Vestfirði. Á fimmtudag 4. apríl er boðið til slíkrar samkomu í mötuneyti Reykhólaskóla kl 17-18.30  um atvinnu og stöðu í Reykhólahreppi.

Sigríður Kristjánsdóttir mun segja stuttlega frá Vestfjarðastofu. Finnur Árnason greinir frá stöðu í Þörungaverksmiðjunni, Dalli, Jón Árni, Jamie og Kristín I Tómasdóttir segja frá sinni starfsemi, Steindór Haraldsson fjallar um hugmyndir innan Þörungaklausturs og María Maack fjallar einnig um þörunga og önnur verkefni sem tengjast nýjungum í heimabyggð- ásamt Þórkötlu á Vestfjarðastofu. Saltverksmiðjan kemur jafnframt við sögu. Tryggvi Harðarson segir einnig frá virkjunum og nýju húsnæði á svæðinu. Allir velkomnir til skrafs og ráðagerða.