Almenningssamgöngur á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar og Patreksfjarðar og Brjánslækjar
Fjórðungssamband Vestfirðinga og Westfjords Adventures ehf hafa samið um akstur á leiðinni Patreksfjörður–Brjánslækur–Patreksfjörður og Patreksfjörður–Ísafjörður í samræmi við ferðir ferjunnar Baldurs. Ekið verður þrisvar í viku; mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Akstur byrjaði 1. júní og verður ekið allt sumarið til 31. ágúst 2016.
10. júní 2016