Fara í efni

Vantar fólk á Reykhólum og aðgang að heitu vatni - nægar hugmyndir

Fréttir
Gróður Breiðafjarðar
Gróður Breiðafjarðar

Á fundinum sem haldinn var um atvinnumál á Reykhólum 4. apríl kom í ljós að heimamenn vantar meira heitt vatn svo auka megi framleiðslu á salti og bjóða frekara aðdráttarafl fyrir ferðamenn. 

Þeir sem eru í forsvari sveitarfélags og fyrirtæka í Reykhólasveit kvarta ekki yfir atvinnuleysi. Frekar hefur húsnæðisskortur staðið í vegi fyrir aðflutningi fólks. Sveitarstjórn vinnur nú að því að fjölga leiguíbúðum. Enn er blómaáburðurinn Glæðir á góðri siglingu og býður nú soð af þörungum til að nýta í sápur og sjampó. Þörungaverksmiðjan fjárfestir í nýjum tækjum árlega og Saltverksmiðjan Norður & Co annar ekki eftirspurn eftir salti. Kynnt var þörungaeldi í smáum stíl og ný matvara á vegum Icelandic WildWest-Kelp. Þörungaklaustur hyggst setja fljótlega af stað framleiðslu Búbætis sem einnig er framleiddur úr þara og þangi að Hjaltlenskri fyrirmynd. Enn fremur var sagt frá fyrirætlunum Sjávarsmiðjunnar um böð við sjávarsíðuna og vörusölu undir merkjum Algae Natura. Tvær virkjanir eru á teikniborðinu og í bígerð í Reykhólahreppi og er sú litla (700kW) í Múlaá lengra komin. Þannig að atvinnuástand virðist gott og fjölbreytt á svæðinu þótt flest snúist í kringum þang og þara. söl og Maríusvunta