Ályktun stjórnar FV vegna breytingar á Samgönguáætlun.
Þjóðvegur 60, Vestfjarðarvegur, opnaðist fyrst árið 1959 og þótt að talsvert hafi áunnist á þeirri leið á liðnum árum eru enn í notkun vegakaflar sem lagðir voru um miðja síðustu öld.
Hönnun vegar um Dynjandisheiði er langt kominn og nauðsynlegt að hefja framkvæmdir sem fyrst til að verklok þar verði á svipuðum tíma og verklok við Dýrafjarðargöng.
Barátta Vestfirðinga um eðlilegt vegstæði um Gufudalssveit, hefur staðið í áratug.
03. mars 2017