Þingstörf Fjórðungsþings hafin á ný
Seinni dagur 69. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti er runninn upp og klukkan níu hófust nefndarstörf í allsherjarnefnd. Kjörnir fulltrúar skiptast niður í fjóra hópa sem vinna með ályktanirnar sem lagðar voru fyrir þingið og eru í eftirfarandi flokkum: samgöngur, auðlindir umhverfisins, almannaheill og nýsköpun til framtíðar.
19. október 2024