Gullkistan Vestfirðir: Vestfjarðasýning í september
Mánudaginn 17. mars var haldin skapandi vinnustofa á Vestfjarðastofu til að undirbúa sýninguna Gullkistan Vestfirðir. Vinnustofan var opin öllum sem eiga aðild að Sóknarhópi Vestfjarða og mættu um 30 manns til hennar. Gullkistan Vestfirðir er Vestfjarðasýning sem verður haldin 6. september 2025 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Á sýningunni gefst vestfirskum fyrirtækjum og annarri starfsemi á svæðinu tækifæri til að kynna sig fyrir Vestfirðingum og gestum.
27. mars 2025