Vestfirðingar láta sig farsæld barna varða
Fyrsta farsældarþing Vestfjarða var haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 7. nóvember og tókst það sérlega vel. Um 80 manns komu þar saman úr ólíkum áttum; starfsfólk sveitarfélaga, skóla, heilbrigðis- og félagsþjónustu, félagasamtaka, íþróttahreyfinga, menningarstofnana, kjörnir fulltrúar sveitarfélaga, bæjar- og sveitarstjórar ásamt fleirum sem vinna að málefnum barna og fjölskyldna um allt land.
11. nóvember 2025