Fréttabréf á aðventu
Eins og glöggir lesendur fréttabréfs Vestfjarðastofu tóku eftir, þá kom ekkert fréttabréf út á lokadegi nóvember mánaðar. Það var nú gild ástæða fyrir því en það var bara svo mikið skemmtilegt í gangi hjá okkur í kringum mánaðarmótin að okkur þótti tilvalið með að bíða með útgáfu fréttabréfsins og segja ykkur frá því núna. Í fréttabréfinu förum við yfir það sem gekk á í nóvember ásamt að líta um öxl en Vestfjarðastofa varð fimm ára 1. desember sl.. Einnig förum við yfir úthlutanar úr Uppbyggingarsjóð Vestfjarða fyrir árið 2023.
09. desember 2022