Skrifað undir samning um byggingu brúa yfir Gufufjörð og Djúpafjörð
Vegagerðin hefur skrifað undir samning um verkið Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, brýr á Djúpafjörð við Grónes og Gufufjörð.
Verkið felur í sér byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Annars vegar 58 m langa brú yfir Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 m langa brú yfir Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar/rofvarnar.
03. október 2025