Stofnun og rekstur fyrirtækja í Forvitnum frumkvöðlum
Á morgun 3. júní fer fram næsti hádegisfyrirlestur Forvitinna frumkvöðla og þar mun Páll Baldursson taka fyrir stofnun og rekstur fyrirtækja. Farið verður yfir helstu form félaga og fyrirtækja í rekstri og þau borin saman. Skoðaðir verða helstu kostir og gallar mismunandi félagaforma, ábyrgð eiganda ofl.
Jafnframt verður farið yfir hlutverk stjórna og skoðað hvaða reglur gilda um hver megi skuldbinda félag ásamt fleiru.
02. júní 2025