Forseti Íslands setur Gullkistuna Vestfirði
Það er okkur sannkallaður heiður að segja frá því að Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, mun setja sýninguna Gullkistan Vestfirðir með ávarpi. Að ávarpi loknu mun forsetinn ganga um salinn og heilsa upp á sýnendur og gesti. Sýningin opnar klukkan 12 og eru Vestfirðingar hvattir til að fjölmenna í íþróttahúsið á Torfnesi á Ísafirði til að sjá þessa stórsýningu atvinnulífs og menningar.
28. ágúst 2025