Barnamenningarsjóður veitti Púkanum veglegan styrk
Barnamenningarsjóður hélt sína árlegu styrkúthlutun á Degi barnsins þann 26. maí síðastliðinn. Þar voru fjögur vestfirsk verkefni styrkt. Púkinn, barnamenningarhátíð Vestfjarða, fékk annan hæsta styrkinn eða 6 milljónir króna til að halda hátíðina á næsta ári. Verður hún haldin í þriðja sinn dagana 31. mars-11.apríl.
06. júní 2024