MÍ-ingar fræddust um samfélagslega nýsköpun
Í gær komu góðir gestir á Vestfjarðastofu er nemendur í áfanganum hugmyndir og nýsköpun við Menntaskólann á Ísafirði komu við og fengu fræðslu um samfélagslega nýsköpun. Vestfjarðastofa er þátttakandi í NPA-verkefninu MERSE sem snýr að samfélagslegri nýsköpun í dreifðum byggðum og var kynningin liður í því að auka meðvitund unga fólksins um hvernig það getur með nýsköpunarverkefnum haft áhrif á samfélagið sitt til góðs.
04. mars 2025