Könnun á viðhorfum íbúa á Vestfjörðum, 2013
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur nú birt niðurstöður viðhorfskönnunar sem tekin var á meðal íbúa á Vestfjörðum síðla árs 2013. Könnunin var unnin fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga með tilstyrk Sóknaráætlunar landshluta. Almennt er niðurstaða könnunarinnar að íbúar á Vestfjörðum hafa jákvætt viðhorf til sinna samfélaga, náttúru og atvinnulífs, en eru ósáttir við hæga uppbyggingu innviða. Ætlun er að gera sambærilegar kannanir með reglubundnum hætti sem lið í eftirfylgni með byggðaþróun á Vestfjörðum.
21. júlí 2014