Fara í efni

Vilja ekki forskot bara að fá að standa jafnfætis öðrum landsmönnum

Fréttir

Á 2. Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem haldið er 29. og 30. september í Reykjanesi, fór formaður Fastanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngu- og fjarskiptamál yfir skýrslu nefndarinnar. Í skýrslu nefndarinnar er farið yfir helstu áhersluatriði Vestfirðingar í samgöngu- og fjarskiptamálum, má þar meðal annars nefna veg yfir Dynjandisheiði, Innstrandaveg og Bíldudalsveg svo fátt eitt sé nefnt. Skýrslu nefndarinnar má finna í heild sinni hérna.

Skýrslan endar á lokaorðum um að kröfur Vestfirðinga miðist ekki við að fá forskot á aðra landshluta, heldur fyrst og fremst að þeir fái að standa jafnfætis öðrum landsmönnum þegar kemur að tengingu við umheiminn.