Eingáttastefna stjórnvalda skaðar Ísland Millilandaflug um aðra flugvelli landsins
Eftirfarandi yfirlýsing var að fara á fjölmiðla frá 10 hagsmunasamtökum á landsbyggðinni, frá vestfjörðum til austfjarða:
Eingáttastefna stjórnvalda skaðar Ísland millilandaflug um aðra flugvelli landsins
Fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hefur náð þolmörkum. Um þetta eru flestir sammála og því er brýnt að leita lausna til framtíðar. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum hafa tekið höndum saman við að berjast fyrir annarri gátt inn í landið.
21. nóvember 2014