Skipan í stjórn og nefndir Fjórðungssambandsins					
											
							Á 59. Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Þingeyri var kosið í stjórn og nefndir samtakanna. Kjörnefnd sem skipuð var á þinginu gerði tillögur um stjórnar- og nefndarmenn og voru allar tillögur kjörnefndar samþykktar samhljóða. Í kjörnefnd sátu Arna Lára Jónsdóttir Ísafjarðarbæ, Jón Gísli Jónsson Strandabyggð, Margrét Jómundsdóttir Bolungarvíkurkaupstað, Magnús Jónsson Vesturbyggð og Martha Kristín Pálmadóttir Ísafjarðarbæ.						
										06. október 2014