Fara í efni

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Fréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða. Úr sjóðnum eru veittir styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna, menningarverkefna og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana. Til úthlutunar eru um 50 milljónir króna. 
Tekið hefur verið í notkun nýtt rafrænt umsóknarkerfi, sem er að mestu samræmt yfir landið allt. Til að skrá sig inn þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki í síma. 
Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 21. nóvember. Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar og sækja um.